Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórverðlaun fyrir skemmstu.

KHB brugghús sendi fjóra bjóra í keppnina London Beer Competition í vor og fengu þeir allir verðlaun. Lagerbjórinn Naddi fékk gullverðlaun og bjórarnir Gellivör, Jólanaddi og Borghildur silfurverðlaun.

Bjórar í bauk frá KHB brugghúsi.

„Þessi keppni er mikils metin í alþjóðlegum bjóriðnaði og við einkunnagjöf er horft til gæða, gilda og umbúða,“ segir Helgi Sigurðsson, annar eigandi KHB Brugghúss á Borgarfirði eystra. London Beer Competition miði að því að viðurkenna og fagna bjórvörumerkjum sem neytendur raunverulega vilja kaupa, þ.e.a.s. smásalar, verslanir og veitingastaðir. 

„Við erum himinlifandi yfir árangri okkar í keppninni. Naddi, dökki lagerbjórinn okkar, fékk gullverðlaun og samtals 92 stig. Fyrir gæði hlaut hann 95 stig. Gellivör, IPA-bjórinn okkar, var einnig mjög nálægt gullinu, með samtals 88 stig, þar af 89 stig fyrir gæði. Einnig hlutu Jólanaddi, sem er jólaútgáfa af Naddanum, og Borghildur, ljósi lagerinn okkar, góða dóma og silfurverðlaun,“ segir Helgi.

KHB brugghús leggur, að sögn Helga, áherslu á gæðahráefni og kaupir það frá Tékklandi, frá litlu fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í rúm hundrað ár.

„Við vitum því að gæðin eru í lagi. Við vinnum einnig náið með tékkneskum bruggmeisturum með mikla reynslu og Þorsteinn Brandsson, yfirbruggmeistari KHB, hefur náð góðum tökum á faginu og er með allt á hreinu hvað þetta varðar. Allir bjórarnir okkar eru ferskvara, ógerilsneyddir og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna,“ segir Helgi jafnframt.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...