Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórverðlaun fyrir skemmstu.

KHB brugghús sendi fjóra bjóra í keppnina London Beer Competition í vor og fengu þeir allir verðlaun. Lagerbjórinn Naddi fékk gullverðlaun og bjórarnir Gellivör, Jólanaddi og Borghildur silfurverðlaun.

Bjórar í bauk frá KHB brugghúsi.

„Þessi keppni er mikils metin í alþjóðlegum bjóriðnaði og við einkunnagjöf er horft til gæða, gilda og umbúða,“ segir Helgi Sigurðsson, annar eigandi KHB Brugghúss á Borgarfirði eystra. London Beer Competition miði að því að viðurkenna og fagna bjórvörumerkjum sem neytendur raunverulega vilja kaupa, þ.e.a.s. smásalar, verslanir og veitingastaðir. 

„Við erum himinlifandi yfir árangri okkar í keppninni. Naddi, dökki lagerbjórinn okkar, fékk gullverðlaun og samtals 92 stig. Fyrir gæði hlaut hann 95 stig. Gellivör, IPA-bjórinn okkar, var einnig mjög nálægt gullinu, með samtals 88 stig, þar af 89 stig fyrir gæði. Einnig hlutu Jólanaddi, sem er jólaútgáfa af Naddanum, og Borghildur, ljósi lagerinn okkar, góða dóma og silfurverðlaun,“ segir Helgi.

KHB brugghús leggur, að sögn Helga, áherslu á gæðahráefni og kaupir það frá Tékklandi, frá litlu fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í rúm hundrað ár.

„Við vitum því að gæðin eru í lagi. Við vinnum einnig náið með tékkneskum bruggmeisturum með mikla reynslu og Þorsteinn Brandsson, yfirbruggmeistari KHB, hefur náð góðum tökum á faginu og er með allt á hreinu hvað þetta varðar. Allir bjórarnir okkar eru ferskvara, ógerilsneyddir og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna,“ segir Helgi jafnframt.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...