Björn Þorsteinsson settur rektor LbhÍ til 31. maí
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið með bréfi dags. 2. febrúar 2015, að tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands skv. 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og með vísan til 24 gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, að framlengja tímabundna setningu Dr. Björns Þorsteinssonar til 31. maí 2015, þar sem ráðningarferli nýs rektors er ekki lokið.