Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Blábankinn á Þingeyri hlaut Landstólpann að þessu sinni, frá vinstri Eva Pandora, Arnhildur Lilý og Andri Þór
Blábankinn á Þingeyri hlaut Landstólpann að þessu sinni, frá vinstri Eva Pandora, Arnhildur Lilý og Andri Þór
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Blábankinn hlaut Landstólpann

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Blábankinn á Þingeyri hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann, en alls bárust 12 tilnefningar vegnar viðurkenningarinnar og komu þær víðs vegar að af landinu. Landstólpinn var afhentur á ársfundi Byggðastofnunar og er þetta í níunda sinn sem viðurkenningin er veitt.

Blábankinn rekur öfluga ímyndarherferð sem leggur áherslu annars vegar á fjölbreytni og gildi mannlífs og náttúru Dýrafjarðar og hins vegar á möguleika og framtíð staðarins. Blábankinn er sameiningartákn og hreyfiafl í samfélaginu. Fjöldi viðburða og funda er haldinn innan veggja hans í hverjum mánuði en bæði heimaog aðkomufólk nýta sér aðstöðuna sem vinnurými, sköpunarrými, samfélagsmiðstöð og margt fleira.

Hefur áhrif á atvinnumynstrið

Þegar Blábankinn var stofnaður haustið 2017 voru um 80 störf á Þingeyri, en ekkert þeirra dæmigert skrifstofustarf. Nú vinna að jafnaði 3–6 aðilar hverju sinni innan veggja Blábankans, bæði tímabundið og til frambúðar, í skapandi greinum, stjórnsýslu og frumkvöðlastarfi. Á fyrstu 12 mánuðum starfseminnar dvöldu í Blábankanum 70 skapandi einstaklingar og unnu samtals 900 vinnudaga, m.a. gegnum nýsköpunarhraðal og vinnustofur. Þessir einstaklingar taka jafnan virkan þátt í því samfélagi sem fyrir er og hefur Blábankinn því á tiltölulega skömmum tíma og með lítilli fjárfestingu haft töluverð áhrif á atvinnumynstur staðarins.

Viðurkenningargripurinn í ár er listmunur úr rekavið af Skaga, sem er nesið á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, hannaður og útskorinn af Erlendi Magnússyni, listamanni á Skagaströnd, en hann er m.a. þekktur fyrir skúlptúr úr stuðlabergi úr Spákonufelli. 

Skylt efni: Blábankinn | Landstólpinn

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...