Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Blábankinn á Þingeyri hlaut Landstólpann að þessu sinni, frá vinstri Eva Pandora, Arnhildur Lilý og Andri Þór
Blábankinn á Þingeyri hlaut Landstólpann að þessu sinni, frá vinstri Eva Pandora, Arnhildur Lilý og Andri Þór
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Blábankinn hlaut Landstólpann

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Blábankinn á Þingeyri hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann, en alls bárust 12 tilnefningar vegnar viðurkenningarinnar og komu þær víðs vegar að af landinu. Landstólpinn var afhentur á ársfundi Byggðastofnunar og er þetta í níunda sinn sem viðurkenningin er veitt.

Blábankinn rekur öfluga ímyndarherferð sem leggur áherslu annars vegar á fjölbreytni og gildi mannlífs og náttúru Dýrafjarðar og hins vegar á möguleika og framtíð staðarins. Blábankinn er sameiningartákn og hreyfiafl í samfélaginu. Fjöldi viðburða og funda er haldinn innan veggja hans í hverjum mánuði en bæði heimaog aðkomufólk nýta sér aðstöðuna sem vinnurými, sköpunarrými, samfélagsmiðstöð og margt fleira.

Hefur áhrif á atvinnumynstrið

Þegar Blábankinn var stofnaður haustið 2017 voru um 80 störf á Þingeyri, en ekkert þeirra dæmigert skrifstofustarf. Nú vinna að jafnaði 3–6 aðilar hverju sinni innan veggja Blábankans, bæði tímabundið og til frambúðar, í skapandi greinum, stjórnsýslu og frumkvöðlastarfi. Á fyrstu 12 mánuðum starfseminnar dvöldu í Blábankanum 70 skapandi einstaklingar og unnu samtals 900 vinnudaga, m.a. gegnum nýsköpunarhraðal og vinnustofur. Þessir einstaklingar taka jafnan virkan þátt í því samfélagi sem fyrir er og hefur Blábankinn því á tiltölulega skömmum tíma og með lítilli fjárfestingu haft töluverð áhrif á atvinnumynstur staðarins.

Viðurkenningargripurinn í ár er listmunur úr rekavið af Skaga, sem er nesið á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, hannaður og útskorinn af Erlendi Magnússyni, listamanni á Skagaströnd, en hann er m.a. þekktur fyrir skúlptúr úr stuðlabergi úr Spákonufelli. 

Skylt efni: Blábankinn | Landstólpinn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...