Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Fréttir 4. janúar 2018

Bleikar og bláar heyrúllur safna 1,2 milljónum króna

Söfnunarátakið „Bleikar og bláar heyrúllur“ sem bændur, dreifingaraðilar og framleiðandi heyrúlluplasts standa að, skilaði 1,2 milljónum króna til Krabbameinsfélagsins í ár.
 
Á síðasta ári slógu „Bleikar heyrúllur“ í gegn og var ætlað að vekja athygli á árvekni um brjóstakrabbamein. Í sumar bættust bláar heyrúllur við og skreyttu tún bænda víða um land með það að markmiði að minna á árvekni um blöðruhálskrabbamein. 
 
Sænski framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur, lögðu samtals fram andvirði þriggja evra af hverri seldri bleikri eða blárri plastrúllu sem hver dugir á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Afraksturinn rennur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og rannsókna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini sem eru algengustu krabbamein kvenna og karla. 
 
Hugmyndin að átakinu er komin frá viðskiptavini Trioplast á Nýja-Sjálandi og í framhaldinu tryggði fyrirtækið að bleiki liturinn stæðist ítrustu kröfur bænda. Nú hafa bleiku heyrúllurnar einnig hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi, auk fleiri landa og vekja alls staðar mikla athygli.
 
Umboðsaðili Trioplast á Íslandi, Plastco hf., hefur umsjón með verkefninu og dreifingaraðilar eru Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Bústólpi, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjónustan Búðardal.
 
Krabbameinsfélagið þakkar  öllum sem staðið hafa að þessu skemmtilega söfnunarátaki fyrir stuðninginn. Félagið fagnar samstöðu bænda, söluaðila og umboðsaðila í að vekja athygli á árvekni gagnvart algengustu krabbameinum íslenskra karla og kvenna. Krabbameinsfélagið hvetur bændur og almenning áfram til þess að birta myndir á samfélagsmiðlum og merkja þær #bleikrulla eða #blarulla og vekja þannig athygli á verkefninu. Fjölda skemmtilegra mynda má nú þegar sjá á samfélagsmiðlum.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...