Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sam­bands garðyrkjubænda.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sam­bands garðyrkjubænda.
Mynd / smh
Fréttir 1. nóvember 2018

Borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, er ómyrkur í máli um þær fyrir­ætlanir ráðamanna að innleiða orku­­markaðslagabálk ESB á Íslandi sem nefndur hefur verið „Orkupakki 3“. Hann segir málið grafalvarlegt fyrir Ísland og íslensku þjóðina og undrast áhuga­leysi þingmanna á þessari stöðu. 
 
„Ef Íslendingar ætla ekki að standa vörð um eigið sjálfstæði þá veit ég ekki á hvaða vegferð menn eru í þessum málum. Þetta er skelfileg staða og verst að hugsa til þess að íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki skilja um hvað málið snýst og ég efast um að þeir hafi lesið sér til um það.“ 
 
Garðyrkjan mun leggjast af
 
„Í dag felst um 30% kostnaðar við rekstur garðyrkjustöðva í kaupum á raforku. Innleiðing á Orkupakka 3 mun án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði. Þá er borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú. 
 
Ef það gerist er ólíklegt að það borgi sig yfir höfuð að framleiða grænmeti yfir vetrartímann á Íslandi. Eins og staðan er í dag þá eru menn að berjast í bökkum svo ekki lagast það ef kostnaður hækkar vegna aðgerða stjórnmálamanna.“ 
 
Engir íslenskir tómatar, engar gúrkur, kryddjurtir eða jarðarber
 
„Það er algjörlega ljóst í mínum huga að við innleiðingu á Orkupakka 3 og hækkandi raforkuverði í kjölfarið verða ekki framleiddir hér framar tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar. Kryddjurtirnar frá mér myndu örugglega hverfa úr verslunum.“
 
Heilagari en páfinn í innleiðingu  Evrópureglugerða 
 
„Við virðumst alltaf þurfa að vera heilagari en páfinn þegar kemur að því að taka upp reglugerðir Evrópusambandsins, jafnvel þótt þær eigi ekkert við á Íslandi. 
 
Ef ég nefni bara sem dæmi síðustu orkulöggjöf frá ESB um að aðskilja skyldi framleiðslu og dreifingu á raforku. Sá aðskilnaður er nú ekki meiri en svo að Landsvirkjun á stærsta hlutann í dreifingarfyrirtækinu Landsneti. Til hvers var þá verið að þessu? Það eina sem breyttist var að skrifstofum og yfirmönnum fjölgaði og við bættust nýir reikningar inn á borð neytenda um flutning á rafmagninu.“
 
Undarleg umhverfisstefna
 
Gunnar segir það undarlega umhverfis­stefnu íslenskra stjórn­­valda að eyðileggja þá hreinleika­ímynd sem landið hefur haft, m.a. með sinni hreinu orku. Sala á hreinleikavottorðum vegna raforku sé nú þegar búin að óhreinka þá mynd þannig að 87% orkunnar er sögð framleidd með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Svo segir umhverfisráðherra ekkert hægt að gera í málinu. 
 
Segir Gunnar að ef síðan eigi með innleiðingu Orkupakka 3 að kippa fótunum endanlega undan innlendri framleiðslu á hreinustu matvörum sem þekkist á byggðu bóli, þá sé illa komið fyrir Íslendingum. Í staðinn  ætli menn svo að flytja inn allar þessar matvörur með tilheyrandi kolefnisspori vegna flutninga. Það sé undarlegt innlegg í loftslagsumræðuna. 
 
Öll íslensk matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta skaðast líka
 
Gunnar segir að þetta eigi ekki bara við garðyrkjuna, heldur allan landbúnað, fiskiðnað og alla matvælavinnslu í landinu. Það snerti síðan líka með beinum hætti ferðaþjónustuna sem menn hafi verið að reyna að byggja upp á undanförnum árum. 
 
Hreinleikaímynd landsins algjörlega eyðilögð
 
„Við innleiðingu orkupakkans væri hreinleikaímynd landsins algjörlega eyðilögð. Við þurfum þá ekki að gorta okkur af því lengur að Ísland sé hreinasta land í heimi,“ segir Gunnar Þorgeirsson.
 
Byggja allt sitt á hreinleikanum
 
Gunnar býr ásamt konu sinni, Sigríði Eddu Jóhannesdóttur, að Ártanga sem er í  landi Ormsstaða á Suðurlandi. Þau hafa byggt þar upp gróðrarstöð frá árinu 1986 eftir að þau komu heim frá Danmörku þar sem Gunnar stundaði nám í garðyrkju. Í fyrstu snerist reksturinn í kringum framleiðslu á pottaplöntum, en árið 2013 söðluðu þau hjón um og sneru sér að ræktun kryddjurta. Nú eru þau með fjölda manns í vinnu og rækta um eða yfir 17 tegundir kryddjurta. Til þess hafa þau nýtt hreint og ómengað vatn ásamt raforku úr endurnýjanlegum orkulindum og jarðhita. 
 
–Sjá nánar um málið á bls. 20 til 23 í nýju Bændablaði.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...