Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar
Fréttir 11. ágúst 2015

BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnendur BP olíufélagsins hafa samþykkt að greiða 18,7 milljarða bandaríkjadala, um 2.500 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna olíuleka sem átti sér stað í Mexíkóflóa árið 2010.

Fimm ríki í Bandaríkjunum, Louisiana, Mississippi, Alabama, Texas og Flórída, höfðuðu mál gegn fyrirtækinu vegna lekans sem er talinn einn sá versti í sögunni. Sektin verður greidd á 18 árum.

Í niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna segir ljóst að BP hafi gróflega vanrækt skyldu sína til að sinna mengunarvörnum á viðeigandi hátt og að með auknu eftirliti og viðhaldi hefði mátt koma í veg fyrir slysið. Af þeim sökum þótti hæfa að beita háum fjársektum vegna atviksins og féð notað til að reyna að bæta skaðann á náttúrunni sem af slysinu hlaust. Margir telja sektina allt of lága og að tjónið sem af slysinu hlaust sé óbætanlegt.

Undanfarin ár hafa innfæddir í Suður-Ameríku kært hvert olíufélagið á fætur öðru vegna olíuleka og olíumengunar í ám og á landi og ónógra mengunarvarna. Engin þessara kæra hefur enn sem komið er skilað árangri.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...