Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar
Fréttir 11. ágúst 2015

BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnendur BP olíufélagsins hafa samþykkt að greiða 18,7 milljarða bandaríkjadala, um 2.500 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna olíuleka sem átti sér stað í Mexíkóflóa árið 2010.

Fimm ríki í Bandaríkjunum, Louisiana, Mississippi, Alabama, Texas og Flórída, höfðuðu mál gegn fyrirtækinu vegna lekans sem er talinn einn sá versti í sögunni. Sektin verður greidd á 18 árum.

Í niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna segir ljóst að BP hafi gróflega vanrækt skyldu sína til að sinna mengunarvörnum á viðeigandi hátt og að með auknu eftirliti og viðhaldi hefði mátt koma í veg fyrir slysið. Af þeim sökum þótti hæfa að beita háum fjársektum vegna atviksins og féð notað til að reyna að bæta skaðann á náttúrunni sem af slysinu hlaust. Margir telja sektina allt of lága og að tjónið sem af slysinu hlaust sé óbætanlegt.

Undanfarin ár hafa innfæddir í Suður-Ameríku kært hvert olíufélagið á fætur öðru vegna olíuleka og olíumengunar í ám og á landi og ónógra mengunarvarna. Engin þessara kæra hefur enn sem komið er skilað árangri.

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...