Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils
Fréttir 22. desember 2016

Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils

Höfundur: ehg / Nationen
Nýir peningaseðlar Stóra-Bretlands sem kynntir voru í september eru búnir til úr plasti sem hafa agnir af dýrafitu í sér. 
 
Nú krefjast breskar grænmetisætur þess að peningarnir verði innkallaðir og nýir búnir til. Hinn nýi fimm punda seðill, sem var fyrstur kynntur til leiks, er búinn til úr polymer, sem er ákveðin tegund af plasti og eru breskar grænmetisætur æfar vegna þessa.
 
Á næsta ári á nýr tíu punda seðill að líta dagsins ljós og árið 2020 kemur nýr 20 punda seðill á markað úr sama efni. Hugsunin á bakvið það að nota polymer er meðal annars að efnið er sterkara en pappír, þolir vatn og því þarf ekki að skipta seðlunum jafnoft út.
 
 Þrátt fyrir að hönnunin á nýju seðlunum hafi verið tekið vel eru ekki allir jafn glaðir með þá því þeir innihalda örlítið brot af dýratólg sem margar grænmetisætur þar í landi geta ekki sætt sig við. Er nú svo komið að undirskriftarlisti þar sem breski seðlabankinn er beðinn um að fjarlæga tólg úr seðlunum hefur farið sem eldur í sinu í Bretlandi og um 130 þúsund manns skrifað undir. 
 
Margar grænmetisætur segja einnig að þær muni neita að nota eða taka við nýju seðlunum þegar þeir koma verði ekki gerðar breytingar á. Ráðamenn breska seðlabankans taka þessum ábendingum alvarlega og líta nú á hugsanlegar lausnir í málinu. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...