Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils
Fréttir 22. desember 2016

Breskar grænmetisætur æfar vegna nýs peningaseðils

Höfundur: ehg / Nationen
Nýir peningaseðlar Stóra-Bretlands sem kynntir voru í september eru búnir til úr plasti sem hafa agnir af dýrafitu í sér. 
 
Nú krefjast breskar grænmetisætur þess að peningarnir verði innkallaðir og nýir búnir til. Hinn nýi fimm punda seðill, sem var fyrstur kynntur til leiks, er búinn til úr polymer, sem er ákveðin tegund af plasti og eru breskar grænmetisætur æfar vegna þessa.
 
Á næsta ári á nýr tíu punda seðill að líta dagsins ljós og árið 2020 kemur nýr 20 punda seðill á markað úr sama efni. Hugsunin á bakvið það að nota polymer er meðal annars að efnið er sterkara en pappír, þolir vatn og því þarf ekki að skipta seðlunum jafnoft út.
 
 Þrátt fyrir að hönnunin á nýju seðlunum hafi verið tekið vel eru ekki allir jafn glaðir með þá því þeir innihalda örlítið brot af dýratólg sem margar grænmetisætur þar í landi geta ekki sætt sig við. Er nú svo komið að undirskriftarlisti þar sem breski seðlabankinn er beðinn um að fjarlæga tólg úr seðlunum hefur farið sem eldur í sinu í Bretlandi og um 130 þúsund manns skrifað undir. 
 
Margar grænmetisætur segja einnig að þær muni neita að nota eða taka við nýju seðlunum þegar þeir koma verði ekki gerðar breytingar á. Ráðamenn breska seðlabankans taka þessum ábendingum alvarlega og líta nú á hugsanlegar lausnir í málinu. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...