Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Breskur almenningur er greinilega þokkalega ánægður með sinn landbúnað og ber mikla virðingu fyrir bændum.
Breskur almenningur er greinilega þokkalega ánægður með sinn landbúnað og ber mikla virðingu fyrir bændum.
Fréttir 19. mars 2021

Bretar bera meiri virðingu fyrir bændum en nokkur önnur þjóð

Höfundur: HKr.

Bændur eru meira metnir af breskum almenningi en í nokkru öðru landi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Um 47% Breta yrðu ánægðir ef barn þeirra gerðist bóndi.

Það kemur fram í alþjóðlegri skoðanakönnun YouGov þar sem yfir 22.000 manns í 16 löndum voru spurðir um álit sitt á ýmsum starfsstéttum. Það kemur ekki á óvart, mitt í COVID-19 faraldrinum, að vísindamenn og læknar skuli hafa skorað hæst sem tvær virtustu starfsstéttirnar um allan heim. Það vakti hins vegar athygli að 47% aðspurðra í Bretlandi sögðust verða ánægð ef barn þeirra yrði bóndi. Til samanburðar höfðu 23% aðspurðra á heimsvísu sömu afstöðu. Enginn önnur þjóð bar meiri virðingu fyrir bændum en Bretar.

Mark Bridgeman, forseti Country Land and Business Association (CLA), sagði um niðurstöðurnar að kórónaveirukreppan og Brexit hafi verið meiri áskorun fyrir fæðuöflun en nokkru sinni fyrr.

Bretland talið í forystuhlutverki í matvælaframleiðslu

„En fólk er líka að gera sér grein fyrir forystuhlutverki Bretlands í framleiðslu á fyrsta flokks matvælum,“ bætti hann við.
„Breskir bændur eru með hæstu umhverfis- og dýravelferðarstaðla í heiminum. Fólk veit í auknum mæli að bresk framleiðsla er merki um gæði og sjálfbærni – og við ættum að stuðla að því enn frekar.“

Í samtökum Bridgeman, eru um 30.000 bændur, landeigendur og fyrirtæki í dreifbýli víðs vegar um England og Wales.

Ekki á móti vegan en á móti rangfærslum um breska bændur

„Ég hef ekkert á móti árlegum herferðum eins og „Veganúar“, en oft fylgja því neikvæðar sögur sem dreift er á netinu um búskaparhætti. Þar er stuðst við gögn sem eru annaðhvort að öllu leyti röng, eða sem eiga einfaldlega ekki við um breska bændur.

Við þurfum stöðugt að berjast gegn og stuðla að jákvæðri ímynd breska landbúnaðarins – bændur sjá okkur fyrir heimsklassa mat sem framleiddur er og ræktaður fyrir dyrum okkar. Bændur eru einnig að taka skref í að draga úr loftslagsbreytingum, snúa við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og styðja staðbundin hagkerfi með fjölbreytni í viðskiptum. Samt sem áður myndi fólk vilja sjá bændur vera meira áberandi í umhverfisumræðunni. Meðal annars er varðar plöntun á trjám, aukinni sjálfbærni, staðbundnum hagkerfum og fjölbreytni í viðskiptum. Því eigum við að koma til skila.“

Þessi nýjasta könnun endurómar niðurstöður nýrrar skýrslu sem birt var af landbúnaðar- og garðyrkjuþróunarráði (AHDB) þar sem í ljós kom að jákvæð viðhorf kaupenda til bænda hafa vaxið töluvert.

Velvilji gagnvart bændum en líka vaxandi umhverfisvitund

Susie Stannard, höfundur skýrslunnar, sagði:

„Neytendur hafa brugðist jákvætt við viðleitni bænda til að halda uppi fæðuframboði meðan á heimsfaraldrinum stendur. En þó að velvilji sé fyrir hendi er einnig vaxandi vitund um margvísleg umhverfismál sem hafa áhrif á búskapinn, bæði á alþjóðavettvangi og í Bretlandi. Einnig löngun til að sjá landbúnaðinn bæta þar úr.“

Varðandi umhverfismálin í Bretlandi komu fram í könnuninni áhyggjur af metanlosun frá búfé, stærð lands sem notað er undir dýraeldi, vatnsnotkun vegna ræktunar, sem og áhyggjur vegna flóða og jarðvegseyðingar.

Skýrslan var gerð á vegum rann­sóknarstofnunarinnar Blue Marble. Þar var m.a. skoðað traust og gagnsæi í landbúnaðarkerfinu og kannað hvernig viðhorf til matvælaframleiðslunnar hefur þróast í tímans rás, sem og hvaða þáttum er treyst mest.

Skýrslan sýnir að á árinu 2020 var kórónaveiran stærsta áhyggjuefni breskra neytenda – einnig Brexit – vegna áhrifa þessara þátta á heilsu og efnahag. Þar fyrir utan voru það umhverfismálin sem voru í forgangi breskra neytenda. Mál eins og mengun vegna plastúrgangs og loftslagsbreytingar voru þó stærsta áhyggjuefnið á alþjóðavísu

Skylt efni: breskir bændur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...