Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Halldórsfjós.
Halldórsfjós.
Fréttir 6. júlí 2015

Breytingar verða á rekstri Hestsbúsins og Hvanneyrartorfunnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Valnefnd á vegum Landbúnaðar­háskóla Íslands (LbhÍ) hefur nýverið boðið Snædísi Önnu Þórhallsdóttur og Helga Elí Hálfdánarson til að ganga til samninga um að taka við búrekstrinum á fjárbúinu Hesti í Borgarfirði, sem er í eigu LbhÍ.

Sömuleiðis var ákveðið að ganga til samninga við níu manna hóp um rekstur svokallaðrar Hvanneyrartorfu – en í honum eru einstaklingar sem staðið hafa að gerð sjónvarpsþáttanna Hið blómlega bú, sem Stöð 2 hefur sýnt á undanförnum árum.

Samningar hafa enn ekki tekist um rekstur Hvanneyrartorfunnar, en Helgi Elí og Snædís Anna hafa þegar tekið við fjárbúinu. Að sögn Björns Þorsteinssonar, rektors LbhÍ, hefur fjárbúið á Hesti verið rekið undanfarandi ár sem hluti af Grímshaga, sjálfstæðu félagi í eigu LbhÍ. „Mikill hallarekstur hefur verið á Grímshaga, sérstaklega vegna launaliða sem tengjast fjárbúinu og ekki þótti vænlegt að reka búið áfram við óbreyttar aðstæður. Þess vegna var ákveðið að leigja út búið, þó ekki með ábúðarsamningi, heldur taka nýir rekstraraðilar að sér búreksturinn og leigja bústofninn og jörðina, en skólinn kaupir síðan þjónustu af búinu vegna kennslu og rannsókna. Þannig eru útlagðir kostnaðarliðir vegna þessara þátta gerðir upp árlega og kostaðir ýmist af skólanum beint vegna kennslunnar eða í gegnum styrki í tengslum við rannsóknaverkefni.

Björn segir að valnefndin, sem var skipuð af rektor undir formennsku Þórodds Sveinssonar, hafi haft það hlutverk að fara yfir umsóknir og tilnefna að hámarki þrjá umsækjendur. Valnefndin fór vandlega yfir allar umsóknir og valdi að lokum fjóra umsækjendur. Eftir ítarleg viðtöl þar sem mat var lagt á menntun og reynslu umsækjenda, gæði umsóknar og meðmæli skilaði valnefndin greinargerð til rektors og yfirstjórnar og í kjölfarið var ákveðið að bjóða Snædísi og Helga Elí að ganga til samninga um búreksturinn.

„Þau Snædís og Helgi Elí eru bæði búfræðingar, með BS-gráðu í búvísindum og eru nú í vor að ljúka MS-gráðu í búvísindum. Helgi er alinn upp á sauðfjárbúi og bæði hafa mikla reynslu af störfum við sauðfjárbúskap. Umsókn þeirra um leiguna á Hesti var ítarleg og greinandi og fól í sér sterka framtíðarsýn. Auk þessa eru þau Helgi og Snædís þegar vel kynnt eðli máls samkvæmt hjá skólanum sem duglegir og metnaðarfullir nemendur. Að öllu ofangreindu samanlögðu og að öðrum umsækjendum ólöstuðum þóttu þau Snædís Anna og Helgi Elí koma sterkust út úr valferlinu. Samningur við þau hefur verið í mótun og er nú tilbúinn og verður undirritaður á næstu dögum.“

Hvanneyrartorfan er í friðlýsingarferli

Björn segir að varðandi Hvanneyrartorfuna hafi annars vegar verið auglýst eftir rekstraraðila fyrir ölstofuna – sem stundum er nefnd Kollubar og er staðsett í „hestaréttinni“ við hlið Hjartarfjóss – þar sem tíu ára samningur um rekstur hennar var útrunninn. Hins vegar var auglýst eftir hugmyndum um starfsemi í aðrar gamlar byggingar gömlu Hvanneyrartorfunnar.

„Gamla húsatorfan á Hvanneyri er nú í friðlýsingarferli sem ein merkasta húsatorfa landsins af sinni gerð ásamt umhverfi sínu, til dæmis beðasléttum og flæðiengjum. Þar er aðsetur Landbúnaðarsafns Íslands, í Halldórsfjósi. Í umsóknum komu fram hugmyndir um ýmsan rekstur, svo sem matarsmiðja, veitinga- og gistiþjónusta og fleira í þeim húsum Gamla skóla sem gert er ráð fyrir að nýta; Skólastjórahús og Hjartarfjós. Flestar byggingar á gömlu húsatorfunni hafa glatað hlutverki sínu sem skólabyggingar í nútíma skólarekstri en samt ber skólinn umtalsverðan kostnað af þessum eignum. Þess vegna var talið brýnt að leita eftir hugmyndum um nýtingu þeirra til að skapa byggingunum hlutverk sem væri í góðu samræmi við eiginleika húsanna sem friðlýstar menningarminjar og hagsmuni skólastaðarins,“ segir Björn.

„Sá hópur sem valinn var til samninga um nýtingu húsanna, undir forystu Stefaníu Nindel og Bryndísar Geirsdóttur, þótti hugmyndaríkur um leið og hann virti menningarsögulegt gildi húsanna og hagsmuni skóla og staðar. Samningar við hópinn eru enn á undirbúningsstigi en gera þarf nokkrar umbætur á húsunum áður en endanlega er hægt að ganga frá samningum, meðal annars með tilliti til brunahönnunar og brunaúttekta. Að auki þurfi að leita eftir formlegri heimild  til fjármálaráðuneytis til ráðstöfunar ríkiseigna til útleigu,“ segir Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...