Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá afhendingu Colo-Quick broddmjólkurtækjanna ffrá Bústólpa.
Frá afhendingu Colo-Quick broddmjólkurtækjanna ffrá Bústólpa.
Fréttir 2. september 2016

Broddmjólkurtæki með búnaði til gæðamats

Bústólpi gaf nú á dögunum Hvanneyrarbúinu Colo-Quick broddmjólkurtæki til eignar. 
 
Tilgangurinn með Colo-Quick broddmjólkurtækinu er að eiga alltaf tiltæka broddmjólk af háum gæðum til að gefa nýfæddum kálfum. Broddmjólk er með búnaðinum gæðametin eftir burð og aðeins besta mjólkin valin til frystingar og notkunar síðar fyrir nýfædda kálfa.
 
 „Að sögn Egils Gunnarssonar bústjóra hefur tækið mikla þýðingu fyrir Hvanneyrarbúið til að stunda rannsóknir með dýravelferð í huga. ColoQuick tækið auðveldar geymslu og stuðlar að hreinlæti við meðferð brodds ásamt því að gera mönnum kleift að velja einungis gæðabrodd fyrir kálfana. Hvanneyrarbúið hyggst safna ljósbrotsgildum brodds til að meta hver gildin séu fyrir íslenskar kýr. Ljósbrotsgildin verða síðan borin saman við raunmælingar á mótefnum í broddi. Á þann hátt verður hægt að segja til um gæði broddmjólkur úr íslenskum kúm út frá einföldum ljósbrotsmælingum.“
 
Colo-Quick broddmjólkurtækið samanstendur af búnaði til að pakka broddmjólkinni í sérstaka frystipoka, ljósbrotsmæli til að mæla gæði mjólkurinnar, gjafabúnaði og búnaði til afþíðingar á mjólkinni. Afþíðingarbúnaðurinn er einna mikilvægasta tækið, en hér er um að ræða búnað sem tryggir varðveislu á innihaldsefnum (mótefnunum) broddmjólkurinnar við afþíðingu. Með notkun á ColoQuick er tryggt að allir kálfar fái góða broddmjólk sem inniheldur nægjanlegt magn mótefna. Notkun slíks búnaðar er vel þekkt víða erlendis og hefur gefið góða raun.
 
„Broddmjólk inniheldur mótefni (e. Antibodies) sem kálfar geta einungis tekið upp fyrstu klukkustundirnar eftir burð. Nýfæddur kálfur nýtir þessi mótefni til að styrkja ónæmiskerfið og byggir þannig upp mótstöðu gegn sjúkdómum og sýkingum. Þar skipta gæði broddsins miklu máli en því meira sem broddurinn inniheldur af mótefnum því betri áhrif hefur hann á ónæmiskerfið. Gott heilsufar kálfa er forsenda góðs vaxtar og þroska og þar af leiðandi afurða hjá fullorðnum gripum,“ að sögn Jóhannesar Kristjánssonar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Skylt efni: broddmjólk

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...