Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Fréttir 6. febrúar 2019

Búi skoðar áframhaldandi slátrun á Höfn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leigusamningur Norðlenska við Búa á Höfn rennur út um miðjan júlí næstkomandi. Ekki stendur til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. Heimamenn skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri.

Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn, segir segir að leigusamningur Norðlenska við Búa renni út um miðjan júlí næstkomandi og að ekki standi til hjá Norðlenska að endurnýja samningin og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar.

„Framhald slátrunar á Höfn er því óráðið eins og er en heimamenn eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Einn möguleikinn er að Búi og heimamenn verði með áframhaldandi rekstur og taki að sér slátrun. Við vitum ekki enn sjálf hvort það verður Búi sem sér um reksturinn eða hvort um hann verður stofnað sérstakt hlutafélag og reksturinn. Ég á samt von á að það skýrist á næstu vikum,“ segir Eiríkur.

Eiríkur segir að Norðlenska hafi dregið úr slátrun á Höfn undanfarið ár og að á síðasta ári hafi verið slátrað réttu um tuttugu þúsund fjár á Höfn en talsvert af fé flutt á bílum norður á Húsavík til slátrunar þar.

„Sauðfé hefur fækkað á svæðinu undanfarin ár en hér var slátrað úr Lóni, Djúpavogshreppi og alveg austur á Berufjarðarströnd 2015 og 2016 og þá var slátrað hér yfir 30 þúsund fjár og getan í húsinu er um 35 þúsund.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...