Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Júgúrt með hampfræjum.
Júgúrt með hampfræjum.
Fréttir 24. apríl 2020

Búist við að veltan á heimsmarkaði aukist um 578% fram til 2025

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Virði iðnaðarhamps sem hráefnis á heimsmarkaði á árinu 2019 var áætlaður 4,6 milljarðar dollara. Stöðugur vöxtur er í þessari grein og á síðasta ári áætluðu markaðssérfræðingar að veltan á iðnaðarhampsmarkaði aukist um 578% og verði komin í 26,6 milljarða dollara á árinu 2025.


Þótt hamptrefjar sé stærsti hluti framleiðslunnar  þá er vaxandi framleiðsla á iðnaðarhampi ekki síður knúin af mikilli eftirspurn eftir CBD-hampolíu og hampfræi sem fæðubótarefni.

Hampfræ í morgunverð

Samkvæmt frétt af vefsíðu Industrial Hemp Market er í auknum mæli farið að nota hampfræ í morgunverðarkorn sem ætlað er til daglegrar neyslu. Þá er einnig að stóraukast notkun á bæði hampfræi og hampolíu í margháttaða fæðu vegna hás próteininnihalds. Er farið að nota hampfræ m.a. í mjúkdrykki (smoothies), jógúrt og kornstangir. Neysla á slíkum vörum er t.d. orðin mjög mikil í Þýskalandi og Hollandi. 

Yfirbyggingin á þessum Kestrel sportbíl var smíðuð úr hamptrefjaefni árið 2010. 

Hampur nýttur í vefnað, bíla, húsgögn og byggingar

Tvenns konar trefjar eru í hamp­­jurtinni, langar (bast 2-50 mm) og stuttar (hurds 0,5 mm) sem nýtast í margvíslega iðnaðarframleiðslu. Úr hampi er m.a. spunnið band til vefnaðar. Um 70–80% af hamp­stilkunum innihalda stuttar trefjar sem m.a. eru nýttar í byggingar­iðnaði, húsgagna­iðnaði, bíla­iðnaði og sem undirlegg fyrir húsdýr. Hefur vaxandi umhverfisvitund vakið mikinn áhuga á að leysa af notkun á plasti með endurvinnanlegum hampi, m.a. í innréttingum bifreiða.

Múrsteinar úr hamptrefjasteypu.

Mörg stór hampfyrirtæki

Helstu söluaðilar á hampi í heiminum eru Hemco í Kanada, Ecofibre í Ástralíu, Hemp Inc í Banda­ríkjunum, GenCanna í Banda­ríkjunum, HempFlax í Hollandi, Konoplex Group í Rússlandi, Hemp Oil Canada, BAFA í Þýskalandi, Hemp Poland, Dun Agro í Hollandi, Colorado Hemp Works í Bandaríkjunum, Canah International í Rúmeníu, South Hemp Tecno á Ítalíu, Plain Industrial Hemp Processing í Kanada og MH Medical Hemp í Þýskalandi.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...