Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum í ár
Fréttir 31. janúar 2018

Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum í ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkjanna (USDA) telur að nokkur aukning verði í kjötframleiðslu þar í landi á árinu 2018, eða á bilinu 1,8 til 2,8%, en mismunandi eftir greinum. Greinilega er þó búist við eitthvað aukinni ásetningu í nautgriparækt og að minna verði því framleitt af kálfakjöti en á síðasta ári og að framboð þess minnki um 3%.
 
Landbúnaðarráðuneytið gerir einnig ráð fyrir að eggjaframleiðsla aukist um 1,8% á árinu, en það er heldur minni aukning en var á síðasta ári. Er það rakið til heldur versnandi afkomu. Þá er líka búist við hægt vaxandi framleiðslu á kjúklingakjöti en stöðugri afkomu í greininni. 
 
Útflutningur á nauta- og kálfakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2016 jókst verulega frá árinu 2015 og einnig á fyrri hluta árs 2017. Er það vegna aukinnar eftirspurnar og ekki síður vegna lækkandi kjötverðs í Bandaríkjunum og lækkandi gengi dollars. 
 
Að sama skapi dró verulega úr innflutningi nautakjöts til Bandaríkjanna. Búist er við að lokatölur á innflutningi nauta- og kálfakjöts á árinu 2017 verði ríflega 1,2 milljónir tonna. Þá er búist við lítils háttar aukningu á innflutningi nautakjöts á árinu 2018 og að hann fari í tæplega 1,3 milljónir tonna.
 
Innflutningur á nautgripum á fæti er talinn aukast á árinu 2018 að mati USDA eftir samdrátt á síðasta ári. 
Spá USDA fyrir mjólkur­framleiðsluna er að 2,4% aukning verði í þeirri grein og að framleidd verði nær 100 milljónir tonna á árinu 2018. 
 
Varðandi svínaræktina er gert ráð fyrir að afkastageta sláturhúsa á kornbelti Bandaríkjanna aukist á síðari hluta ársins. Búist er við að kjötframleiðslan í greininni aukist um 3,3% og fari í 26,9 milljarða punda, eða í ríflega 12 milljónir tonna. Aukið kjötframboð hefur leitt til lækkunar á afurðaverði og er nú m.a. spáð um 3% lækkun á galtakjötsverði. Auknu framboði og lækkandi verði hafa bændur reynt að mæta með auknum útflutningi. Þannig jókst útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum um 17% á fyrsta ársfjórðungi 2017. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...