Búnaðarþing 2015 sett í Hörpunni sunnudaginn 1. mars
Bændasamtök Íslands blása til Búnaðarþings sunnudaginn 1. mars undir merkjum opins landbúnaðar. Verður setning þingsins haldin í salnum Silfurbergi Hörpunni eins og gert var á síðasta ári.
Við setningu Búnaðarþings 2014 var sett aðsóknarmet í Hörpuna en samhliða setningu þingsins var matarmarkaður Búrsins haldinn í Hörpunni auk tækjasýningar. Svo verður einnig núna.
Á laugardeginum fer fram úrslitakeppni í kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum frá klukkan 13.00 til 16.00 og alla helgina verður stærsti matarmarkaður landsins á jarðhæð Hörpunnar, Vetrarmarkaður Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.
Á sama tíma verður ýmislegt um að vera í og við húsið. Vélasalar sýna dráttarvélar og fleiri nýjungar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgarabíllinn Tuddinn verður á sínum stað og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn á sunnudeginum. Dagskrá Búnaðarþings er eftirfarandi:
Sunnudagur 1. mars
12.10 Hádegishressing í Hörpu
12.50 Setningarathöfn í Hörpu
15.30 Afhending fundargagna á Hótel Sögu
16.00 Fundur í Búnaðarþingi
Kosning embættismanna, kjörbréfanefndar og starfsnefnda
Mál lögð fram og vísað til nefnda
Mánudagur 2. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra BÍ
Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Almennar umræður
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
um málefni Hótels Sögu (lokaður fundur)
15.00 Almennar umræður,
framhald
16.00 Fundir í starfsnefndum
Þriðjudagur 3. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
12.00 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda
13.00 Fundur í Búnaðarþingi
Skýrsla Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
Afgreiðsla mála
16.00 Fundir í starfsnefndum
Miðvikudagur 4. mars
08.00 Fundir í starfsnefndum
10.30 Fundur í Búnaðarþingi
Afgreiðsla mála
Fundir í starfsnefndum eftir þörfum
Kosningar og þingslit.