Búnaðarþing 2021
Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett í Bændahöllinni, Hagatorgi klukkan 12:30, mánudaginn, 22. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.
Yfirskrift Búnaðarþingsins er Áfram veginn sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna þar sem stefnt er að breyttu félagskerfi landbúnaðarins sem byggir á þeirri sýn að efla Bændasamtök Íslands og þar með tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Lagt er til að fyrsta skref sé að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Félagsmenn verða beinir aðilar
Helstu atriði setningarathafnarinnar:
- Þingið hefst með ræðu formanns Bændasamtakanna
- Forsætisráðherra flytur ávarp
- Landbúnaðarráðherra flytur ávarp
- Forseti Íslands flytur ávarp