Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, sem í grunninn er uppfærsla á efni stefnumörkunar samtakanna.
Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, sem í grunninn er uppfærsla á efni stefnumörkunar samtakanna.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að horfa björtum augum á þau sóknarfæri sem séu í íslenskum landbúnaði. Það sé betra en að festast í misskilinni fortíðarþrá eða eftirsjá eftir tíma sem komi ekki aftur.
Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtudegi til föstudags 14. og 15. mars á Hótel Natura í Reykjavík. Á það mættu 63 búnaðarþingsfulltrúar úr öllum búgreinum.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sagði á setningu Búnaðarþings að stjórnvöld og bændur eigi að þora að ræða breytingar á styrkjakerfi landbúnaðarins.
Aukabúnaðarþing var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi á þriðjudaginn. Á dagskrá voru fáein mál; meðal annars var samþykkt ályktun um afkomu vanda bænda, þar sem áhyggjum er lýst af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar.
Á nýloknu Búnaðarþingi 2023 lagði stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) það fyrir þingið að yfirfara og uppfæra stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022 og hefur yfirskriftina „Framsýnn landbúnaður“. Skipaðar voru fimm starfsnefndir sem unnu að þessum markmiðum og er afraksturinn ný heildarstefnumörkun samtakanna.
Búnaðarþing var haldið dagana 30. og 31. mars síðastliðinn. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ávarpaði þingið við setningu þess. Hún sagði fyrsta starfsár matvælaráðuneytisins hafa styrkt hana í þeirri trú að framtíðin væri björt fyrir íslenskan landbúnað, þrátt fyrir áskoranir í matvælakeðjunni.
Allir félagmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18-74 ára eru tryggðir með tímabundna afleysingu í allt að sex mánuði, verði þeir ófærir til starfa af völdum slyss eða sjúkdóms, samkvæmt nýjum samningi BÍ og Sjóvár.
Búnaðarþing var haldið dagana 30.–31. mars sl. Starfsnefndir þingsins unnu þar að uppfærslu á stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022.
Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var sett á Hótel Natura sl. fimmtudag, undir yfirskriftinni Framsýnn landbúnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna og atvinnugreinarinnar um framtíð landbúnaðarins með fyrsta Búnaðarþingi sameinaðra samtaka allra búgreina í landbúnaði.
Landbúnaðarverðlaunin 2022 voru veitt á setningarathöfn Búnaðarþings núna rétt fyrir hádegi. Verðlaunahafar að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir á Bollastöðum í Blöndudal, lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú í Reykjavík og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð.
Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, fimmtudaginn 31. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.
Nýhafið ár er fyrsta heila starfsár Bændasamtaka Íslands í núverandi mynd. Líkt og flestum er kunnugt sameinuðust Bændasamtök Íslands og flest búgreinafélögin sem áttu áður aðild að samtökunum í ný, heilsteypt og sterkari samtök bænda síðastliðið sumar. Óhætt er að segja að fyrstu mánuðir nýrra samtaka hafi verið annasamir enda mikil vinna að byggj...
Á nýafloknu Búnaðarþingi, þar sem nýtt félagskerfi Bændasamtakanna var meginstefið, voru lagðar fram tillögur um sameiningu búgreina undir Bændasamtök Íslands. Miklar og málefnalegar umræður urðu um tillögurnar og í stuttu máli sagt voru þær samþykktar af öllum fulltrúum á þinginu án mótatkvæða.
Búnaðarþing 2021 hefur formlega verið sett í Súlnasal Hótel Sögu og hafa fulltrúar á þinginu tekið til starfa.
Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett í Bændahöllinni, Hagatorgi klukkan 12:30, mánudaginn, 22. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.
„Mér hefði þótt það styrkja okkar málstað ef formaður Bændasamtaka Íslands hefði sýnt þessu einhvern áhuga. Frá honum hefur ekki neitt heyrst,“ segir Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Búnaðarþing verður haldið 22. og 23. mars næstkomandi þar sem félagskerfið verður meginstefið á þinginu. Það fer óneitanlega um okkur hér varðandi þau COVID-19 smit sem eru að greinast í samfélaginu. Við stefnum ótrauð á staðarþing þar sem okkur finnst nauðsynlegt að fara yfir málefni landbúnaðarins í góðu samtali við búnaðarþingsfulltrúa.
Þegar þessi pistill er ritaður er nákvæmlega mánuður til stefnu til næsta Búnaðarþings, sem haldið verður dagana 22. og 23. mars. Þema þingsins að þessu sinni verður Áfram veginn, sem felur þó ekki í sér tilvísun til slagorða háskólaakademíu eða stjórnmálaflokks, nú eða til ævisögu Stefáns Íslandi óperusöngvara.
Stjórn Bændasamtakanna hefur boðað til Búnaðarþings dagana 22. og 23. mars næstkomandi. Unnið er að undirbúningi þingsins af hálfu starfsmanna og þar er unnið með tvær sviðsmyndir, annars vegar rafrænt þing vegna sóttvarna og hins vegar mögulegt þing á Sögu.
Búnaðarþing 2020 var sett í hádeginu í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Þingstörf verða svo í dag og á morgun.
Aukabúnaðarþing verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi.
Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að nauðsynlegt sé að styrkja sérstöðu íslenskra búvara í sessi og tryggja upplýsingagjöf til neytenda.
Nefnd sem unnið hefur að tillögum um breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands mun leggja fram tillög sína á búnaðarþingi að þessu sinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu að íslenskur landbúnaður eigi framtíðina fyrir sér og æskilegt sé að nýir búvörusamningar styðji við landbúnað sem víðast á landinu. Hann sagði einnig að innflutningstollar á matvæli til Íslands yrðu ekki lækkaðir einhliða af Íslands hálfu.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra afhenti landbúnaðarverðlaunin 2015 á setningarhátíð búnaðarþings. Að þessu sinni hlutu Brúsastaðir í Vatnsdal og Efstidalur II í Bláskógabyggð verðlaunin. Er þetta 19 árið sem verðlaunin eru afhent.
Matarhátíðin Food and Fun 2015 hófst á miðvikudaginn síðastliðinn . Hátíðin er nú haldin í 14. sinn og taka 20 veitingahús þátt að þessu sinni sem er met.