Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fram undan í félagsstarfi Bændasamtaka Íslands 
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 25. janúar 2022

Fram undan í félagsstarfi Bændasamtaka Íslands 

Nýhafið ár er fyrsta heila starfsár Bændasamtaka Íslands í núverandi mynd. Líkt og flestum er kunnugt sameinuðust Bændasamtök Íslands og flest búgreinafélögin sem áttu áður aðild að samtökunum í ný, heilsteypt og sterkari samtök bænda síðastliðið sumar. Óhætt er að segja að fyrstu mánuðir nýrra samtaka hafi verið annasamir enda mikil vinna að byggja nýtt félagskerfi á grunni þess gamla. Þrátt fyrir að þeirri vinnu hafi miðað vel eru enn þónokkur verkefni sem snúa að félagskerfinu fram undan.

Kosning formanns

Kosningu til formanns Bænda­samtakanna var breytt við sameiningu og verður nú framkvæmd með nýju sniði í fyrsta skipti. Nú er kosið með rafrænum hætti þar sem allir félagsmenn eiga kosningarétt í stað einungis fulltrúar á Búnaðarþingi áður. Kosningin fer fram dagana 11.–15. febrúar en frestur til að gefa kost á sér rennur út þann 30. janúar næstkomandi. Kosningin verður, eins og áður sagði, rafræn og þarf rafræn skilríki til að geta greitt atkvæði.

Búgreinaþing

Við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtakanna urðu til búgreinadeildir innan samtakanna, en hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing. Þar hlutast hver grein til um sín málefni, mótar sér stefnu og kýs sér stjórn. Má þannig segja að búgreinaþingin séu ígildi aðalfunda gömlu félaganna eins og þeir voru haldnir áður. Búgreinaþingin verða haldin dagana 3. og 4. mars næstkomandi og verða nánar auglýst síðar.

Á næstu vikum er stefnt að því að fulltrúar búgreinadeildanna fundi með bændum um land allt. Markmið fundanna er að eiga samtal við sína félagsmenn en einnig til að kynna starfsemi nýrra Bændasamtaka og kjósa fulltrúa greinanna inn á Búgreinaþing. Hver búgreinadeild hefur mótað sér sínar eigin reglur hvernig þessir fulltrúar skulu kosnir. Kosningu þessara fulltrúa þarf að vera lokið fyrir 17. febrúar til þess að þeir séu löglegir fulltrúar inn á Búnaðarþing. Einnig þurfa mál sem taka á fyrir á Búgreinaþingi að koma fram fyrir 17. febrúar næstkomandi.

Þessi fundaferð er auðvitað skipulögð með fyrirvara um þróun og útbreiðslu Covid-19 veirunnar og hvernig gildandi samkomutakmarkanir verða á hverjum tíma. Þá óvissu þekkja vitanlega allir, en ef ekki reynist gerlegt vegna sóttvarnarreglna að halda staðarfundi verða haldnir fjarfundir, líkt og reglur Bændasamtakanna kveða á um að sé heimilt. Unnið er að skipulagi beggja kosta og verður fyrirkomulagið kynnt nánar þegar nær dregur og ljósar verður með það hvaða takmarkanir gilda.

Búnaðarþing

Á Búgreinaþingi kýs hver deild sér sína fulltrúa til setu á Búnaðarþingi, sem fram fer dagana 31. mars–1. apríl. Alls eiga 63 fulltrúar sæti á Búnaðarþingi en þar af skipa búgreinar 54 fulltrúa en Búnaðarsambönd og önnur aðildarfélög Bændasamtakanna (Beint frá býli, Ungir bændur og Vor) hina 9. Fjöldi fulltrúa hverrar greinar á Búnaðarþingi ræðst af stöðu félagsgjaldaveltu og fjölda skráðra félagsmanna hverrar greinar eins og hún var um áramót. Á Búnaðarþingi er stjórn Bændasamtakanna kjörin auk þess sem stefnan er sett fyrir samtökin að vinna eftir.

Það er því mikið um að vera í félagsstarfinu á næstu misserum. Undirbúningur er í fullum gangi og verður öllum upplýsingum miðlað bæði hér í Bændablaðinu sem og á síðu Bændasamtakanna bondi.is. Framboð má senda á kjorstjorn@bondi.is

Mikilvægar dagsetningar:

  • 30. janúar – Framboðsfrestur til formanns rennur út
  • 17. febrúar – Kosningar til fulltrúa á Búgreinaþingi lokið
  • 17. febrúar – Mál sem leggja á fram til Búgreinaþings
  • 3. mars - Búgreinaþing hefst
  • 31. mars Búnaðarþing hefst
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...