Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppfærsla á stefnumörkun
Fréttir 4. apríl 2023

Uppfærsla á stefnumörkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarþing var haldið dagana 30.–31. mars sl. Starfsnefndir þingsins unnu þar að uppfærslu á stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022.

Fimm starfsnefndir unnu að uppfærslum á málaflokkum stefnumörkunarinnar. Meðal helstu ályktana má nefna að samþykkt var að fela stjórn Bændasamtaka Íslands að taka þátt í stofnun heildarsamtaka í landbúnaði með Samtökum fyrirtækja í landbúnaði.

Ályktað var um velferð bænda og dýra. Þörf sé á að koma á fót afleysingakerfi fyrir bændur, því skortur á slíkum úrræðum geti leitt til þess að bændur gangi of nærri sér, bæði andlega og líkamlega. Varðandi dýravelferð var ályktað á þá leið að mikilvægasta forsenda þess að sátt ríki í samfélaginu um að nýta dýraafurðir til matvælaframleiðslu sé að velferð dýranna sé tryggð af þeim sem um þau annast og að eftirlit með því sé trúverðugt, virkt og gegnsætt.

Þá er í ályktunum mælst til þess að neytendur á Íslandi hafi möguleika á upplýstu vali þegar kemur að upprunamerkingum matvæla. Eru matvælaframleiðlendur hvattir til að upprunamerkja tilbúna rétti og unnar kjötvörur þótt þeim sé það ekki skylt samkvæmt reglugerð og að innlendir framleiðendur sameinist um eitt upprunamerki sem fari á sem flest matvæli.

Sjá nánar á bls. 2, 4 og 7 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: Búnaðarþing

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...