Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Setning Búnaðarþings 2020

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2020 var sett í hádeginu í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Þingstörf verða svo í dag og á morgun.

Meðal helstu mála sem verða til umfjöllunar þingsins eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál og ný umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað.

Búnaðarþing er nú haldið annað hvert ár, á móti ársfundi Bændasamtaka Íslands, en áður var Búnaðarþing haldið á hverju ári. Núverandi fyrirkomulag hófst árið 2016, en þá var ársfundur haldinn á Akureyri.

Búnaðarþing er stefnumótandi fyrir tvö ár og þar fara fram kosningar til stjórnar og í trúnaðarmannastöður.

Setningarathöfninni var streymt í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands og þar má horfa og hlusta á upptöku af henni, meðal annars ræður Guðrúnar S. Tryggvadóttur, formanns Bændasamtaka Íslands, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns sem flutti hátíðarræðu.

Myndir frá setningunni nú í hádeginu. Myndir / smh

 

Dagskrá Búnaðarþings 2020

MÁNUDAGUR 2. MARS

10.30

  • Fundur hefst í búnaðarþingi
  • Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
  • Reikningar BÍ og fjárhagsáætlun
  • Afkoma dótturfélaga

12.00

  • Setningarathöfn í Súlnasal og hádegisverður

13.30

  • Þingi framhaldið
  • Umræður um skýrslur og reikninga.
  • Almennar umræður

15.15-15.30

  • Kaffihlé

15.30

  • Umræðum framhaldið

16.30

  • Nefndastörf hefjast

ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS

8.30

  • Nefndastörf - nefndir haga verkum eftir þörfum

10.00

  • Fundur í búnaðarþingi 
  • Mál frá nefndum

12.00

  • Hádegisverður í boði Lífeyrissjóðs bænda

13.00

  • Fundur í búnaðarþingi – kosningar
  • Mál frá þeim nefndum sem ekki voru komin áður

15.30

  • Kaffihlé og hlé til nefndastarfa eftir þörfum

17.00

  • Lokafundur í búnaðarþingi
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...