Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Setning Búnaðarþings 2020

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2020 var sett í hádeginu í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Þingstörf verða svo í dag og á morgun.

Meðal helstu mála sem verða til umfjöllunar þingsins eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál og ný umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað.

Búnaðarþing er nú haldið annað hvert ár, á móti ársfundi Bændasamtaka Íslands, en áður var Búnaðarþing haldið á hverju ári. Núverandi fyrirkomulag hófst árið 2016, en þá var ársfundur haldinn á Akureyri.

Búnaðarþing er stefnumótandi fyrir tvö ár og þar fara fram kosningar til stjórnar og í trúnaðarmannastöður.

Setningarathöfninni var streymt í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands og þar má horfa og hlusta á upptöku af henni, meðal annars ræður Guðrúnar S. Tryggvadóttur, formanns Bændasamtaka Íslands, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns sem flutti hátíðarræðu.

Myndir frá setningunni nú í hádeginu. Myndir / smh

 

Dagskrá Búnaðarþings 2020

MÁNUDAGUR 2. MARS

10.30

  • Fundur hefst í búnaðarþingi
  • Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
  • Reikningar BÍ og fjárhagsáætlun
  • Afkoma dótturfélaga

12.00

  • Setningarathöfn í Súlnasal og hádegisverður

13.30

  • Þingi framhaldið
  • Umræður um skýrslur og reikninga.
  • Almennar umræður

15.15-15.30

  • Kaffihlé

15.30

  • Umræðum framhaldið

16.30

  • Nefndastörf hefjast

ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS

8.30

  • Nefndastörf - nefndir haga verkum eftir þörfum

10.00

  • Fundur í búnaðarþingi 
  • Mál frá nefndum

12.00

  • Hádegisverður í boði Lífeyrissjóðs bænda

13.00

  • Fundur í búnaðarþingi – kosningar
  • Mál frá þeim nefndum sem ekki voru komin áður

15.30

  • Kaffihlé og hlé til nefndastarfa eftir þörfum

17.00

  • Lokafundur í búnaðarþingi
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...