Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Guðni Th. Jóhannesson var við setningu Búnaðarþings.
Guðni Th. Jóhannesson var við setningu Búnaðarþings.
Mynd / ál
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að horfa björtum augum á þau sóknarfæri sem séu í íslenskum landbúnaði. Það sé betra en að festast í misskilinni fortíðarþrá eða eftirsjá eftir tíma sem komi ekki aftur.

Forsetinn sat setningu Búnaðarþings þar sem var meðal annars lögð áhersla á loftslagsvænan landbúnað. Með honum telur Guðni að hægt verði að tvinna saman annars vegar gömul og góð gildi sem reynst hafi vel og hins vegar að fylgja ferskum straumum nýrra tíma. Á Búnaðarþingi sé einmitt vit í að horfa til þess sem gefið hafi góða raun og rýna í stöðuna eins og hún er, en reyna að grípa tækifærin sem séu fram undan.

Dreifbýlisbúum gæti fjölgað

Almennur vilji sé til að halda byggð í landinu. Þó að straumurinn hafi legið úr sveitum í þéttbýli gæti það farið svo að þeim muni fjölga sem vilji búa í dreifbýlinu. Með því opnist ýmis tækifæri, hvort sem þau lúti að hefðbundnum landbúnaði eða öðrum greinum. Aðspurður hvort hann geti nefnt eitthvað sem íslenskir bændur ættu síður að gera, svarar Guðni:

„Við getum auðvitað tínt til áhyggjur sumra af ofbeit eða framleiðslu á afurðum sem er ekki eins mikill áhugi á og áður hjá neytendum. Ég held að það hljóti að gilda um landbúnað eins og allt annað að við verðum að laga okkur að þörfum hverju sinni.“

Tók við embætti og búskap á Bessastöðum

„Fyrsta bréfið sem ég fékk á Bessastaði, eftir að ég tók við embætti sumarið 2016, var boð á aðalfund Félags æðarbænda. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki aðeins tekið við embætti forseta, heldur var einnig orðinn bóndi.“ Dúntínsla sé að mati Guðna gott dæmi um skynsamlega nýtingu landsins gæða. Æðarvarpinu á Bessastöðum sinni tveir feðgar úr Djúpinu og hafi það gengið vel.

„Ég kveð Bessastaði með góðar minningar í farteskinu og meðal annars um þennan kafla ævi minnar sem bóndi á Bessastöðum.“ Guðni sé þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hann hafi fengið um land allt, en hann hafi meðal annars fengið að taka þátt í sauðburði og göngum. „Fyrir mig sem borgarbarn hefur það verið afskaplega gaman og þarft að kynnast þessum þætti mannlífsins.“

Skylt efni: Búnaðarþing

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...