Aukabúnaðarþing haldið 24. nóvember
Aukabúnaðarþing verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi.
Stjórn BÍ leggur eitt mál fyrir þingið sem er tillaga að breytingum á samþykktum Bændasamtaka Íslands.
Tilefnið er breytingar sem gera þarf á samþykktum BÍ vegna innheimtu félagsgjalda. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búgreinafélaga og búnaðarsambanda fyrr í vikunni var ákveðið að fara þessa leið.
Önnur mál liggja ekki fyrir þinginu.
Hádegishlé verður gert frá kl. 12.00-13.00
Fulltrúum sem það vilja gefst kostur á að taka þátt í störfum þingsins í gegnum fjarfundabúnað sem staðsettur verður í húsnæði Búgarðs á Akureyri. Þeir sem vilja nýta sér það þurfa að láta vita af því ekki síðar en 21. nóvember.
Þetta aukabúnaðarþing verður haldið í Bændahöll, salnum Katla II.
Dagskrá
1. Þingsetning
2. Kosning kjörbréfanefndar
3. Kosning embættismanna þingsins
4. Skipan í starfsnefndir (Lagt er til að þingið starfi í einni nefnd)
5. Breytingar á samþykktum Bændasamtaka Íslands
6. Þingslit