Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðuna.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðuna.
Mynd / smh
Fréttir 22. mars 2021

Búnaðarþing 2021 formlega sett

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2021 hefur formlega verið sett í Súlnasal Hótel Sögu og hafa fulltrúar á þinginu tekið til starfa.

Í dag verða skýrslur úr starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og tengdra félaga kynntar og nefndarstörf hefjast.

Á morgun verður nefndarstörfum haldið áfram og síðan mál þingsins tekin til afgreiðslu, en að þessu sinni eru þau mun færri en venjulega enda liggur stór tillaga fyrir þinginu um róttæka breytingu á félagskerfi bænda – sem felst meðal annars í sameiningu Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaganna.

Fundur á Búnaðarþingi hófst klukkan 13:30 en gert er ráð fyrir að að fundarlok verði eftir klukkan 15, á morgun þriðjudag.

Streymt var beint frá setningarathöfn þingsins og má horfa á hana í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands.

Myndir frá athöfninni má nálgast í Myndasöfnunum hér á bbl.is:

Setningarathöfn Búnaðarþings 2021

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, stýrði athöfninni sem hófst formlega á setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formannsins BÍ og svo fluttu forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og loks forseti Íslands ávörp.

Tónlistaratriði voru á milli ávarpa.

Rekkvartettinn flutti nokkur lög

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...