Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Ályktað um afkomuvanda bænda
Fréttir 20. nóvember 2023

Ályktað um afkomuvanda bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aukabúnaðarþing var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi á þriðjudaginn. Á dagskrá voru fáein mál; meðal annars var samþykkt ályktun um afkomu­vanda bænda, þar sem áhyggjum er lýst af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar.

Þá var tillaga frá stjórn Bænda­samtaka Íslands samþykkt, um að vísa tillögu um sameiningu Búgreina­ og Búnaðarþinga frá síðasta Búnaðarþingi til umræðu á Búgreinaþingi í febrúar á næsta ári. Í greinargerð með tillögunni segir að búgreinadeildir telji sig þurfa að eiga nánara samtal við sína félagsmenn um málið áður en slík breyting geti tekið gildi.

Í ályktuninni um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“

Komi tafarlaust til móts við bráðavanda

Hún er sett fram í þremur liðum. Í fyrsta lagi er kallað eftir því að stjórnvöld komi tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá er lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld setjist að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga er metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hafi verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Hvorugt sé uppfyllt í dag.

Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið

Loks áréttar aukabúnaðarþing mikil­ vægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Staðfest sé að eftirlit með innfluttum landbúnaðarvörum sé verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magn­tolla samkvæmt tollskrá.

Þá lýsti Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, því yfir í lok þinghaldsins að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs á Búnaðarþingi sem haldið verður á næsta ári.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...