Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 30. og 31. mars næstkomandi.

Alls munu 63 þingfulltrúar eiga rétt til fundarsetu og munu vinna að afgreiðslu tillagna í fimm nefndum: Félags- og fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, stefnumörkunarnefnd, fag- og innviðanefnd og umhverfisnefnd.

Þingfulltrúar skiptast svo; úr búgreinadeild nautgripabænda koma 20 fulltrúar, sauðfjárbændur eiga 17 fulltrúa, fjórir koma úr deild garðyrkju. Hrossabændur, skógarbændur, alifuglabændur, eggjabændur og svínabændur eiga tvo fulltrúa hver og einn fulltrúi kemur úr deildum geitfjárræktenda, landeldis og loðdýrabænda.

Þá situr einn fulltrúi ungra bænda, einn frá VOR og einn fulltrúi frá félaginu Beint frá býli.

Þá sitja sex fulltrúar frá búnaðarsamböndum víða um land.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið kl. 11 þann 30. mars og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa það. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra,mun einnig stíga í pontu og afhenda landbúnaðarverðlaun.

Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki kl. 17 þann 31. mars

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...