Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar Þór Þórisson og Guðrún Marinósdóttir, bændur á Búrfelli í Svarfaðardal, eru greinilega að ná góðum árangri í mjólkurframleiðslunni i nýja fjósinu sínu. Þau eru búin að vera með mesta meðalnyt eftir hverja árskú nánast allt árið og eru með hæsta meðalnyt allra kúabúa landins eftir að 10 mánuðir voru liðnir af árinu, eða 8.873 kg eftir hverja árskú.
Gunnar Þór Þórisson og Guðrún Marinósdóttir, bændur á Búrfelli í Svarfaðardal, eru greinilega að ná góðum árangri í mjólkurframleiðslunni i nýja fjósinu sínu. Þau eru búin að vera með mesta meðalnyt eftir hverja árskú nánast allt árið og eru með hæsta meðalnyt allra kúabúa landins eftir að 10 mánuðir voru liðnir af árinu, eða 8.873 kg eftir hverja árskú.
Fréttir 23. nóvember 2021

Búrfellsbúið í Svarfaðardal líklegt með að verða nythæsta kúabúið annað árið í röð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Línur eru nú að skýrast varðandi afurðir einstakra kúabúa á þessu ári. Enn vantar þó tölur fyrir nóvember og desember en þegar eru samt mjög sterkar líkur á að búið Búrfell í Svarfaðardal verði nythæsta búið í ár eins og 2020.

Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins voru bændur á Búrfelli, þau Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þór Þórisson, í efsta sæti í lok október með 8.873 kg í meðalnyt á hverja árskú. Þau eru með 40,4 árskýr í nýju fjósi sem rúmað getur 64 kýr auk smákálfa. Þá eru þau líka með Lely mjaltaþjón. Ef þeim tekst að halda þessari stöðu þá yrði það nokkur aukning í nyt frá síðasta ári þegar meðalnytin á árskú var 8.579 kg. Miðað við stöðu efstu tíu kúabúa í lok október, þá verður að teljast ólíklegt að nokkurt annað bú geti skákað þeim úr þessu. Öll eru búin samt að ná yfir 8.000 kg í meðalnyt.

Hjónin á Hraunhálsi að gera góða hluti ár eftir ár

Í öðru sæti í lok október voru líka þekktir afburða kúabændur, en það eru hjónin Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Þau eru með 24,7 árskýr sem hafa skilað að meðaltali 8.634 kg eins og staðan er nú. Þau nota rörmjaltakerfi í sínu fjósi, enda búið varla með það margar kýr að það réttlæti kaup á mjaltaþjóni. Enda hafa þau verið að skila afbragðsútkomu árum saman svipað og í sauðfjárræktinni. Líkt og með búið á Búrfelli þá er harla ólíklegt að önnur bú á topp tíu listanum í október takist að skáka þeim Guðlaugu og Jóhannesi Eyberg úr öðru sætinu.

Í þriðja sæti í októberlok var búið Syðri-Hamrar 3 í Ásahreppi austan Þjórsár sem er með 43,7 árskýr. Þar eru ábúendur Guðjón Björnsson og Helga Björg Helga­dóttir. Meðalnytin hjá þeim í októberlok var 8.386 kg sem telst mjög gott.

Í fjórða sæti koma svo Stóru-Reykir þar sem árskýr eru 54,1. Þar var meðalnytin 8.337 kg. Á Stóru-Reykjum búa Gísli Hauks­son og Jónína Einarsdóttir, en bærinn er í Flóahreppi skammt frá Selfossi. Jörðin tilheyrði áður Hraungerðishreppi.

Í fimmta sæti er búið í Skolla­gróf í Hrunamannahreppi sem er með 36,5 árskýr. Þar eru ábúendur Sigurður Haukur Jónsson og Fjóla Helgadóttir. Þar var meðalnytin í októberlok orðin 8.323 kg.

Í sjötta sæti er Grund í Svarfaðar­dal sem er með 56,1 árskýr. Þar var meðalnytin 8.288 kg. Þar eru ábúendur þau Friðrik Þórarinsson og Sigurbjörg Karlsdóttir.

Í sjöunda sæti voru Ytri-Skógar undir Austur-Eyjafjöllum sem er með 25,4 árskýr. Meðalnytin á þeim bæ var 8.256 kg. Þar er reksturinn í félagsbúi undir nafninu Skógabúið sf. (Bændur, Ingimundur Vilhjálmsson og Margrét H. Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson og Kristín Elínb. Þorsteinsdóttir)

Í áttunda sæti í októberlok var bærinn Votmúlastaðir í Austur-Landeyjum sem er með 41,2 árskýr. Meðalnytin þar var 8.254 kg. Þar eru ábúendur Hlynur Snær Theodórsson og Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir.

Í níunda sæti voru Svertingsstaðir 2 í Eyjafjarðarsveit sem er með 62,2 árskýr. Meðalnytin í októberlok var 8.252 kg. Ábúendur á Svertingsstöðum 2 eru Hákon Bjarki Harðarson og Þorbjörg Helga Konráðsdóttir.

Í tíunda sæti var svo bærinn Syðri-Grund í Höfðahverfi skammt frá Grenivík. Þar eru 49,5 árskýr sem skiluðu 8.185 kg í meðalnyt. Ábúendur og skýrsluhaldarar á þeim bæ eru Stefán Rúnar Sævarsson og Steinunn Harpa Jónsdóttir.

Lítil munur á mörgum búum

Ljóst er af þessari upptalningu sem sett er hér fram til fróðleiks, að ekki munar ýkja miklu í nyt á átta af tíu kúabúum á topp tíu listanum. Vel er því hugsanlegt að röðin í þeim hópi eigi eftir að riðlast eitthvað fram að áramótum. Eins gætu næstu bú þar á eftir blandað sér í leikinn, enda er þeir orðnir margir kúabændurnir á Íslandi sem kalla má afburða bændur.

Gælt við 9.000 kílóa markið

Það er hreint með ólíkindum hvað nytin hjá þessum smágerða íslenska kúastofni hefur aukist mikið á tiltölulega fáum árum. Þó fjölmargar kýr hafi verið með mun hærri nyt en meðalnytin segir til um, þá bíða eflaust margir spenntir eftir því að metið í meðalnytinni á einhverju búinu slái 9.000 kílóa markið. Það næst trúlega ekki í ár, en nokkrum sinnum hafa bændur þó komist nálægt því marki.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...