Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. september 2020

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað umboð til að samþykkja sameiningu Norðlenska Matsborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. í samræmi við kynningu á fundinum og til að standa að ákvörðunum og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ljúka vinnu við samruna félaganna. Þetta var samþykkt með 86,25% greiddra atkvæða.

Norðlenska og Kjarnafæði komust í byrjun júlí að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Viðræður um samruna þeirra hafa staðið yfir frá því á haustmánuðum 2018 og voru á tímabili settar á ís. Félögin náðu saman um þau atriði sem út af stóðu.

Brugðist við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar

Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskipta-vinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.

Samkomulag um samruna félaganna var gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar. Það samþykki er nú í höfn.

Stjórn Búsældar var kjörin til eins árs í senn. Í stjórn eru Björgvin Gunnarsson, Núpi Berufirði, Geir Árdal, Dæli Fnjóskadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda Breiðdal, Guðmundur Óskarsson, Hríshóli Eyjafjarðarsveit og Þórarinn Ingi Pétursson, Grund Grýtubakkahreppi.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...