Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. september 2020

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað umboð til að samþykkja sameiningu Norðlenska Matsborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. í samræmi við kynningu á fundinum og til að standa að ákvörðunum og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ljúka vinnu við samruna félaganna. Þetta var samþykkt með 86,25% greiddra atkvæða.

Norðlenska og Kjarnafæði komust í byrjun júlí að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Viðræður um samruna þeirra hafa staðið yfir frá því á haustmánuðum 2018 og voru á tímabili settar á ís. Félögin náðu saman um þau atriði sem út af stóðu.

Brugðist við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar

Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskipta-vinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.

Samkomulag um samruna félaganna var gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar. Það samþykki er nú í höfn.

Stjórn Búsældar var kjörin til eins árs í senn. Í stjórn eru Björgvin Gunnarsson, Núpi Berufirði, Geir Árdal, Dæli Fnjóskadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda Breiðdal, Guðmundur Óskarsson, Hríshóli Eyjafjarðarsveit og Þórarinn Ingi Pétursson, Grund Grýtubakkahreppi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...