Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra.
Fréttir 15. apríl 2016

Búvörusamningarnir eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændur samþykktu samningana í Búnaðarþingi í febrúar síðastliðinn. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir samningana vera eitt af þeim stóru málum sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir kosningar í haust.

Ólíklegt er að samningarnir fari í gegnum þingið í óbreyttri mynd nái stjórnarandstaðan meirihluta á þingi eftir kosningar í haust.

Mannahrókeringar og ný ríkisstjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók við embætti forsætisráðherra í kjölfar mótmæla vegna Wintris-málsins svokallaða og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Samhliða því var Gunnar Bragi Sveinsson settur ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Lilja Alfreðsdóttir ráðin sem utanríkisráðherra.

Aðdragandi ráðherraskiptanna var umfjöllun Kastljóss um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Ólafar Nordal innanríkisráðherra við skráð aflandsfélög hjá fyrirtækinu Mossack Fonseca á Panama. Alda mótmæla fylgdi í kjölfarið þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Í framhaldi af því var mynduð ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga.

Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru allir þeir sömu og í síðustu stjórn að því undanskildu að Sigmundur Davíð er ekki lengur ráðherra, Sigurður Ingi er forsætisráðherra, Gunnar Bragi er sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Lilja Alfreðsdóttir er sest í ráðherrastól utanríkismála.

Áhersla á samþykkt búvörusamninganna

Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hann teldi yfirgnæfandi líkur á að búvörusamningarnir næðu í gegnum þingið áður en að þing yrði rofið og efnt til kosninga í haust.

„Búvörusamningarnir eru eitt af stóru áherslumálum ríkisstjórnarinnar. Bændur eru búnir að samþykkja samningana og ég sé ekki annað en að samþykkt þeirra muni ganga eftir í þinginu. Að minnsta kosti munum við leggja áherslu á að svo verði.“

Gunnar segist ekki vilja segja neitt til um framgang annarra mála tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu. „Við erum ekki enn búin að ganga frá áherslulistanum og vitanlega munu einhver mál sem ekki verða talin bráðnauðsynleg detta út en ég get ekki enn sagt hvaða mál það eru.“

Fánamálið svokallaða sem snýr að upprunamerkingum matvæla var afgreitt úr nefnd 12. apríl að sögn Gunnars og því góður gangur á því að hans sögn. Miðað við það má telja góðar líkur á að fánamálið, sem verið hefur í umræðunni í fjölda ára, verði loks afgreitt á Alþingi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...