Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Buxnalaus með stolnar hænur
Fréttir 24. október 2017

Buxnalaus með stolnar hænur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögreglan á Írlandi stöðvaði bifreið fyrir skömmu við venjubundið eftirlit. Það sem bar fyrir auga lögreglunnar var sannarlega óvenjulegt, meira að segja á Írlandi.

Ökumaðurinn, sem var 26 ára gamall Íri, sem ekki reyndist einungis vera drukkinn og buxnalaus, reyndar kviknakinn, undir stýri, heldur var hann einnig með nokkrar lifandi hænur í aftursætinu og fullvaxna álft í framsætinu.

Sagði fuglana vera puttaferðalanga

Ástand ökumannsins var með þeim hætti að hann gat hvorki sagt til nafns né hvernig stóð á því að hann var með fiðurféð í bílnum. Að lokum sagðist hann ráma í að fuglarnir væru puttaferðalangar sem hann hefði boðið far.

Vildu ekki spenna öryggisbeltin

Hann sagði síðan að hávaðinn í hænunum væri óþolandi og að þær hefðu þráast við að spenna öryggisbeltin hversu oft sem hann bað þær um það.

Síðar breytti hann framburði sínum og sagði að fuglarnir hlytu að hafa flogið inn um opinn glugga á bílnum, án þess að hann hefði tekið eftir því, á rauðu ljósi skömmu áður en hann var stöðvaður.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ökumaðurinn hafði stolið fuglunum á býli skammt frá þeim stað þar sem hann var stöðvaður. 

Skylt efni: hænur | ölvun

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...