Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Mynd / Byggðasafn Árnesinga
Fréttir 8. mars 2021

Byggðasafn Árnesinga flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í vor flytur Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka í Búðarstíg 22, sem er að jafnaði nefnt Alpan-húsið á Eyrarbakka.

Húsnæðið var keypt af safninu árið 2019 fyrir innra safnastarf, skrifstofur, varðveisluaðstöðu, fræðslurými og sýningarsal. „Við höfum unnið að framkvæmdum við nýja húsið upp á síðkastið en Grímur Jónsson, verktaki á Selfossi, og menn hans ásamt undirverktökum, hafa unnið að viðgerðum og aðlögun húsnæðis að nýju hlutverki. Framkvæmdum lýkur í apríl,“ segir Lýður Pálsson safnstjóri. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra var nýlega stödd á Eyrarbakka og skrifaði þá fyrir hönd ráðuneytisins undir samning við Byggðasafn Árnesinga um 25 milljóna króna stofnstyrk til safnsins vegna kaupa og framkvæmda við Búðarstíg 22. Styrkur þessi á sér stoð í safnalögum þar sem viðurkennd söfn geta sótt um stofnframlag til uppbyggingar húsnæðis. Ráðherra skoðaði húsið og síðan skrifuðu hún og Lýður Pálsson safnstjóri undir samninginn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...