Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Mynd / Byggðasafn Árnesinga
Fréttir 8. mars 2021

Byggðasafn Árnesinga flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í vor flytur Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka í Búðarstíg 22, sem er að jafnaði nefnt Alpan-húsið á Eyrarbakka.

Húsnæðið var keypt af safninu árið 2019 fyrir innra safnastarf, skrifstofur, varðveisluaðstöðu, fræðslurými og sýningarsal. „Við höfum unnið að framkvæmdum við nýja húsið upp á síðkastið en Grímur Jónsson, verktaki á Selfossi, og menn hans ásamt undirverktökum, hafa unnið að viðgerðum og aðlögun húsnæðis að nýju hlutverki. Framkvæmdum lýkur í apríl,“ segir Lýður Pálsson safnstjóri. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra var nýlega stödd á Eyrarbakka og skrifaði þá fyrir hönd ráðuneytisins undir samning við Byggðasafn Árnesinga um 25 milljóna króna stofnstyrk til safnsins vegna kaupa og framkvæmda við Búðarstíg 22. Styrkur þessi á sér stoð í safnalögum þar sem viðurkennd söfn geta sótt um stofnframlag til uppbyggingar húsnæðis. Ráðherra skoðaði húsið og síðan skrifuðu hún og Lýður Pálsson safnstjóri undir samninginn.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...