Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt
Fréttir 22. júní 2016

Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut á dögunum tilnefningu til íslensku safnaverðlaunanna en þau verða afhent með viðhöfn á Bessastöðum í næsta mánuði. 
 
Fram kemur í umsögn um safnið að starfsemi þess sé fjölþætt og metnaðarfull, fagmannlega sé að verki staðið og hver þáttur faglegs safnastarfs unninn í samræmi við staðfesta stefnu og starfsáætlanir.
 
 Í safninu er ríkulegur safnkostur sem safnast hefur allt frá stofnun þess árið 1952 og um þessar mundir beita starfsmenn aðferðum við söfnun, skráningu, rannsóknir og miðl­un sem mæta kröfum samtímans um safnastörf. Byggðasafnið leggur áherslu á að rækta samstarf við stofnanir og fyrirtæki heima og heiman. Sú samvinna og samþætting skipar safninu í flokk með fremstu safna á Íslandi í dag.  
 
Öflugar rannsóknir
 
Öflugar og sérhæfðar rannsóknir safnsins varpa ljósi á mannauð sem það býr yfir og sýna fram á hvers byggðasöfn eru megnug þegar þau hafa náð viðurkenndum sessi. 
 
Í safninu fara fram rannsóknir á safnkostinum auk víðtækra fornleifarannsókna í héraðinu, oft í alþjóðlegu samstarfi. Skráning, kennsla og rannsóknir á starfssviði safnsins hafa enn frekar víkkað út starfssvið safnsins og birtast m.a. í gegnum Fornverkaskólann og byggingarsögurannsóknir. 
 
Gefnar eru út rannsóknaskýrslur og sýningaskrár sem eru jafnframt aðgengilegar í gagnabanka á vefsíðu safnsins.
 
Starfsemin nær út fyrir eiginlega staðsetningu
 
Starfsemi safnsins nær langt út fyrir eiginlega staðsetningu þess. Sýningar þess eru víðar um héraðið en í höfuðstöðvunum að Glaumbæ, s.s. sýningin í Minjahúsinu á Sauðárkróki og aðalsýning í Vesturfarasetrinu á Hofsósi, sem einnig er dæmi um samstarfsverkefni undir faglegri handleiðslu byggðasafnsins. Samstarf við skóla, uppeldisstofnanir og fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem og samstarf í miðlun og sýningagerð, sýnir hvernig safn getur aukið fagmennsku í sýningagerð, ferðaþjónustu og miðlun menningararfs.              

Skylt efni: byggðasöfn

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...