Dalbær er afurðahæsta búið
Aðalfundur Nautgriparæktarfélags Hrunamanna fór nýlega fram. Á fundinum voru eftirtalin verðlaun veitt:
Fjóla í Birtingaholti 4 tók við Huppuhorninu fyrir efnilegustu kvígu félagsmanna. Sú heitir Skerpla 1699 frá Birtingaholti 4 með 310 stig. Björgvin Viðar í Dalbæ tók við tvennum verðlaunum fyrir hönd móður sinnar, Arnfríðar í Dalbæ.
Dalbær var afurðahæsta búið á síðasta ári með 8.342 kg mjólkur og 700 kg MFP. Þar var einnig afurðahæsta kýrin en hún heitir Snúra 546 frá Dalbæ, sem mjólkaði 13.293 lítra.
Aðalsteinn á Hrafnkelsstöðum var staðgengill Núpstúnsbænda og tók við verðlaunum þeirra fyrir ræktunarbú ársins. Þau voru með 690 kg MFP og er það 164 kg aukning milli ára.