Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Olíuvinnsla í Prudhoe flóa við Sagavanirktok ána í Alaska.
Olíuvinnsla í Prudhoe flóa við Sagavanirktok ána í Alaska.
Mynd / Global Warming.org
Fréttir 2. september 2021

Dómstóll kemur í veg fyrir umfangsmikið borverkefni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt vefsíðu Seattle Times rifti alríkisdómari við héraðsdóm Bandaríkjanna í Alaska, Sharon L. Gleason, fyrir skömmu framkvæmdaleyfi fyrir víðtæku olíuborunarverkefni, þekktu sem „Willow verkefnið“ sem áætlað var að framleiddi um 150.000 tunnur af olíu á dag næstu 30 árin.

Margra milljarða dollara áætlun olíurisans ConocoPhillips hafði verið samþykkt af stjórn Trumps og löglega studd af Biden-stjórninni. Umhverfisverndarsamtök tóku hins vegar í taumana og héldu því fram að ekki væri tekið tillit til þeirra áhrifa sem boranir hefðu á dýralíf, auk þess sem bruni olíunnar hefði áhrif á hlýnun jarðar.

Uppbygging auðlinda í húfi

Gleason lét hafa eftir sér að þegar stjórn Trumps heimilaði verkefnið hefði álit og útilokun skrifstofu innanríkisráðuneytisins á losun gróðurhúsalofttegunda við greiningu á umhverfisáhrifum verkefnisins verið best lýst sem „handahófskenndri og bráðfyndinni“.

Margra milljarða dollara áætlun olíurisans ConocoPhillips hafði verið samþykkt af stjórn Trumps og löglega studd af Biden-stjórninni. Umhverfisverndarsamtök tóku hins vegar í taumana og héldu því fram að ekki væri tekið tillit til þeirra áhrifa sem boranir hefðu á dýralíf, auk þess sem bruni olíunnar hefði áhrif á hlýnun jarðar.

Ekki voru allir á sama máli og Gleason og töldu repúblikanar í embættissætum Alaska úrskurð hennar „skelfilega ákvörðun“ og vildu meina að hún líkti olíuframleiðslu við „tilræði einræðis og hryðjuverkasamtaka“. Úrskurðurinn hefði að auki ótæpileg áhrif á líf og störf margra Alaskabúa sem ynnu við olíuframleiðslu, auk þess sem Josh Revak, formaður öldungadeildarnefndar ríkisins, benti á að „uppbygging auðlinda í Alaska borgar reikningana vegna almannaöryggis, menntunar og heilsu og velferðar allra í Alaska“.

Willow verkefnið er nú orðið pólitísk og umhverfisleg vogarstöng, ekki aðeins vegna umfangs síns og hugsanlegra vistfræðilegra skemmda, heldur einnig vegna þess að stjórn Joe Biden forseta hefði kosið að styðja það löglega. En í kosningabaráttu hans hét hann hins vegar metnaðarfullri viðleitni í baráttunni gegn umhverfis- og loftslagsbreytingum.

Neyðarástand í loftslagsmálum

Í maí síðastliðnum vakti því stjórn Bidens reiði talsmanna umhverfis­mála þegar Alaska var kynnt niðurstaða héraðsdóms Bandaríkjanna þar sem ákveðið hafði verið í stjórnartíð Trumps um að gefa grænt ljós á Willow-verkefnið. Innanríkisráðuneyti Bidens vildi meina að ákvörðun Trump-stjórnarinnar hefði verið í samræmi við þáverandi umhverfis­reglur.

Reiðin vegna ákvörðunar

Biden varði Willow-verkefnið, þrátt fyrir loforð sitt um að berjast gegn loftslagsbreytingum. Var almennt litið svo á að þar væri einungis um pólitískt átak að ræða – til þess að vinna velvilja Lisa Murkowski, öldunga­deildarþingmanns repúbli­kana.

„Þetta er gríðarlegur sigur fyrir viðskiptavini okkar og loftslagið,“ sagði Jeremy Lieb, lögfræðingur Earthjustice, sem var fulltrúi margra stefnenda í málinu gegn samþykkt Trump-stjórnarinnar á verkefninu.

„Ákvörðun dómstólsins gerir að engu ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að samþykkja Willow-verkefnið og við vonum að stjórn Bidens noti þetta tækifæri til að endurskoða verkefnið í ljósi skuldbindingar sinnar til að takast á við neyðarástand í loftslagsmálum.

Ekkert hefur þó heyrst enn, hvorki úr herbúðum Hvíta hússins né frá talsmönnum ConocoPhillips fyrirtækisins hvort áætlað sé að áfrýja úrskurði dómstólsins.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...