Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði.
Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði.
Mynd / Ásta Guðjónsdóttir
Fréttir 10. október 2023

Dræm veiði í ám

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Almennt var veiði í laxveiðiám landsins frekar dræm í sumar, að undanskildu norðausturhorninu og í Rangánum.

Flestar árnar fara að loka fyrir veiðar þó einhverjar haldi veiðum áfram fram í október.

Langvarandi þurrkar og vatnsleysi í ám hafa haft mikil áhrif á veiðina og gerðu mönnum erfitt fyrir. Samkvæmt frétt á angling.is töluðu veiðimenn á Vesturlandi jafnvel um hamfarir í þeim efnum en vatnsmeiri ár á Norðurlandi og norðausturhorni komu best út úr þurrkunum.

Í lok ágúst lifnaði þó nokkuð yfir veiðinni með tilkomu vætu og veðrabreytinga. Laxveiði tímabilinu er lokið í Miðfjarðará og veiddust þar 1.334 laxar á 10 stangir samanborið við 1.522 veidda laxa í fyrra. Í Rangánum þrem – Ytri Rangá, Hólsá og Eystri-Rangá – hefur einnig verið lakari veiði heldur en árið áður. Í Eystri-Rangá hafa veiðst í ár 2.347 laxar á 18 stangir en í fyrra veiddust 3.807. Veiðum er þó ekki lokið í Rangánum en þar er veitt til 20. október.

Veiði í Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal hefur þó gengið vel og er fjöldi veiddra laxa ívið meiri en árið áður. Í Selá veiddust 1.234 miðað við 1.164 í fyrra. Í Haffjarðará veiddust 905 miðað við 870 í fyrra og veiðst hafa 685 laxar í Laxá í Aðaldal en 402 samanborið árið áður.

Skylt efni: Laxveiði

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...