Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla
Alþjóðadagur dreifbýliskvenna er 15. október og er af því tilefni haldinn hátíðlegur hjá Sameinuðu þjóðunum.
Dreifbýliskonur eru fjórðungur af mannfjölda heimsins en undir 20 prósent af landeigendum á heimsvísu eru konur. Þar sem konur í dreifbýli víða um heim vinna ólaunaða vinnu er framlag þeirra til atvinnulífsins á landsbyggðinni mjög vanmetið.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu. Þrátt fyrir þetta standa þær frammi fyrir viðamikilli mismunun þegar kemur að eignarhaldi á landi, búfé, jöfnum launum, aðgangi að auðlindum, lánsfé, markaði og þátttöku í ákvörðunum. Það að viðurkenna að dreifbýliskonur hafi jafna stöðu, um leið að auka aðgang þeirra að landi og öðrum auðlindum til framleiðslu, fjárfestingum, lánum, þjálfun og upplýsingum mun leggja sitt af mörkum fyrir sjálfbæra þróun.
Með því að bæta líf kvenna á landsbyggðinni er lykill að því að berjast gegn fátækt og hungri. Verði konum veitt sömu tækifæri og körlum í landbúnaði, sérstaklega í þróunarlöndum, gæti framleiðsla landbúnaðarvara aukist um 2,5 til 4 prósent í fátækustu héruðum heimsins og vannærðu fólki gæti fækkað um allt að 17 prósent
Á alþjóðadegi dreifbýliskvenna er slagorðið: „Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla“ og leggja Sameinuðu þjóðirnar áherslu á að störf þeirra séu hvarvetna viðurkennd og krefjast þess að í dreifbýli verði jöfn tækifæri fyrir alla.