Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drónar sem planta trjám
Fréttir 21. ágúst 2015

Drónar sem planta trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen
Breskt fyrirtæki, BioCarbon Eng­i­nee­ring, vinn­ur nú að því að hanna dróna sem geta gróðursett tré. Markmið fyrirtækisins er að planta milljarði trjáa í um 500 þús­und hektara lands á ári með drón­um.
 
Talsmaður BCE segir að í baráttunni við skógareyðingu verði að finna nýjar leiðir og að nýta sér dróna sé ein þeirra. Að hans sögn geta drónar komist á svæði sem erfitt er að komast á með fræ eða smáplöntur. Fyrstu tilraunir með sáningu og gróðursetningu af þessu tagi verða gerðar í Suður-Afríku og á svæðum í Amason þar sem skógum hefur verið eytt.
 
Áætlun BCE gerir ráð fyrir að áður en farið er út í sáningu eða gróðursetningu verði drónar sendir í yfirlitsflug og gróðursetningarsvæði ákveðin út frá myndum og GPS punktum. Næsta skref er að ákveða hversu mikið þarf af plöntum eða fræjum og drónum til verksins. Drónarnir munu síðar bera hylki með fræjum eða fræplöntum sem þeir skjóta niður í jörðina úr eins til tveggja metra hæð. Hylkin sem innihalda áburð munu síðan leysast upp fljótlega og plantan skjóta rótum eða fræin spíra. Að lokum er svo hægt að nota drónana til að fylgjast með árangri verksins.

Skylt efni: drónar

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...