Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drónar sem planta trjám
Fréttir 21. ágúst 2015

Drónar sem planta trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen
Breskt fyrirtæki, BioCarbon Eng­i­nee­ring, vinn­ur nú að því að hanna dróna sem geta gróðursett tré. Markmið fyrirtækisins er að planta milljarði trjáa í um 500 þús­und hektara lands á ári með drón­um.
 
Talsmaður BCE segir að í baráttunni við skógareyðingu verði að finna nýjar leiðir og að nýta sér dróna sé ein þeirra. Að hans sögn geta drónar komist á svæði sem erfitt er að komast á með fræ eða smáplöntur. Fyrstu tilraunir með sáningu og gróðursetningu af þessu tagi verða gerðar í Suður-Afríku og á svæðum í Amason þar sem skógum hefur verið eytt.
 
Áætlun BCE gerir ráð fyrir að áður en farið er út í sáningu eða gróðursetningu verði drónar sendir í yfirlitsflug og gróðursetningarsvæði ákveðin út frá myndum og GPS punktum. Næsta skref er að ákveða hversu mikið þarf af plöntum eða fræjum og drónum til verksins. Drónarnir munu síðar bera hylki með fræjum eða fræplöntum sem þeir skjóta niður í jörðina úr eins til tveggja metra hæð. Hylkin sem innihalda áburð munu síðan leysast upp fljótlega og plantan skjóta rótum eða fræin spíra. Að lokum er svo hægt að nota drónana til að fylgjast með árangri verksins.

Skylt efni: drónar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...