Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá ársfundi norsku Bænda­samtakanna sem fór fram í Lillehammer dagana 5.–8. júní síðastliðinn. Hér er verið að greiða atkvæði um eitt málið á fundinum, en dýravelferð var þar fyrirferðarmikil.
Frá ársfundi norsku Bænda­samtakanna sem fór fram í Lillehammer dagana 5.–8. júní síðastliðinn. Hér er verið að greiða atkvæði um eitt málið á fundinum, en dýravelferð var þar fyrirferðarmikil.
Fréttir 18. júlí 2018

Dýravelferð og þurrkar einkenndu þingið

Höfundur: egh

Ársfundur norsku Bænda­samtakanna fór fram í Lillehammer dagana 5.–8. júní síðastliðinn þar sem mörg málefni bændastéttarinnar voru rædd en þau sem hæst bar voru án efa dýravelferð og veðurfar. Einnig var mikið rætt um verndun ræktanlegs lands og rándýr sem vinna spjöll á löndum og búfénaði bænda.

Dýravelferðarmálin voru fyrirferðarmikil á þinginu og kemur það upp núna vegna eftirlits sem Matvælastofnun hefur haft í eitt ár með svínabændum í Rogalandfylki. Er niðurstaða úr þeirri vinnu að bændurnir fari ekki eftir öllum þeim þáttum sem þeim ber og að í nokkrum tilfellum hafi lög verið brotin. Formaður Norges Bondelag, landbúnaðarráðherrann norski og fleiri sem sátu þingið voru mjög hvassir í sínum erindum varðandi þennan þátt og var niðurstaða fundarins að ekkert umburðarlyndi yrði liðið þegar kæmi að dýravelferðinni. 

Huga þarf að ræktanlegu landi

Það voru þó fleiri málefni sem voru fyrirferðarmikil á þinginu. Markmiðið um að minnka tekjubilið milli landbúnaðar og annarra hópa í samfélaginu var eitt af aðalmálefnunum. Grundvöllur fyrir samningi bænda við ríkið nú er að taka í notkun ný verkfæri til að ná markaðsjafnvægi í svína- og sauðfjárgreinum og það fljótt og vel til að hægt sé að skipuleggja framleiðsluna betur og veita fleiri bændum möguleika á að sækja sér auknar tekjur frá mörkuðum. Það eru einnig áskoranir með verð á mjólkurkvótum. Vinna verður að því að lækka kostnað við leigu og kaup á mjólkurkvótum til að koma í veg fyrir að fjármunir fari út úr greininni. Kvótaþakið verður að lækka fyrir geitamjólk, var niðurstaða fundarins.

Veðrið var mönnum hugleikið enda búin að vera einmuna blíða í margar vikur og þurrkar víða farnir að setja strik í reikninginn fyrir bændur. Á mörgum stöðum í Noregi á þessum tíma var búið að setja á algjört bann við vökvun og að grilla, líka við heimahús vegna brunahættu, og voru kjötsalar óánægðir með minnkandi sölu í kjölfarið. Málefni loðdýrabænda bar á góma en norsku Bændasamtökin munu áfram vinna að því að halda í greinina þó að stjórnvöld hafi ákveðið að útrýma henni innan ársins 2025.

Einnig voru miklar umræður um rándýr, eins og á þinginu á síðasta ári, þar sem úlfurinn og villisvínin fara hæst í umræðunni. Einnig var töluvert rætt um þann skaða sem hirtir og gæsir vinna á löndum bænda.

Ræktanlegt land var líkt og í fyrra í brennidepli en aðeins 3% af meginlandi Noregs er ræktanlegt og aðeins 1% er gott land fyrir kornrækt. Árið 2016 voru yfir 6 þúsund hektarar af ræktanlegu landi, eða sem samsvarar um 800 knattspyrnuvöllum, endurúthlutað til annarrar starfsemi en til landbúnaðar.

Græn Bændasamtök og skólaheimsóknir

Þrátt fyrir að búum í rekstri fækki þá hefur meðlimafjöldi í Norges Bondelag aukist síðustu ár en í lok árs 2017 voru 63.572 meðlimir og jókst um 482 frá 2016. Er þetta hæsta meðlimatala í 20 ár og þakka menn það átaki í að fá inn nýja meðlimi, aðallega með því að meðlimir og starfsmenn aðildarfélaganna hafa verið duglegir að kynna samtökin og ná inn nýjum.

Nú er verkefni í vinnslu hjá samtökunum sem kallast „Grønt Bondelag“ þar sem reynt er eftir fremsta megni að gera rekstur samtakanna eins umhverfisvænan og kostur er. Samtökin eiga eignir á um 15 hektara svæði á besta stað í miðbæ Oslóar og næstu árin er áætlað að endurskipuleggja og byggja skrifstofu- og íbúðarhúsnæði á um 13 hekturum.

Metþátttaka var í Opnum landbúnaði eða Åpen gård á síðasta ári í Noregi en hátt í 100 þúsund manns heimsóttu sveitabæi árið 2017. Umræða varð einnig á þinginu um að þróa og stækka enn frekar skólaheimsóknir og kom þar upp tillaga um að halda úti skólaheimsóknum í öllum bekkjum, frá 1.–10. bekk. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...