Dýravelferð og þurrkar einkenndu þingið
Ársfundur norsku Bændasamtakanna fór fram í Lillehammer dagana 5.–8. júní síðastliðinn þar sem mörg málefni bændastéttarinnar voru rædd en þau sem hæst bar voru án efa dýravelferð og veðurfar. Einnig var mikið rætt um verndun ræktanlegs lands og rándýr sem vinna spjöll á löndum og búfénaði bænda.