Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Blóðhagsmælingar á 160 fylfullum blóðmerum sýndu að ekki er sjálfgefið að hryssur fari niður fyrir mörk blóðleysis þrátt fyrir endurtekna blóðtöku.
Blóðhagsmælingar á 160 fylfullum blóðmerum sýndu að ekki er sjálfgefið að hryssur fari niður fyrir mörk blóðleysis þrátt fyrir endurtekna blóðtöku.
Mynd / ghp
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir reglulegar blóðtökur.

Þrátt fyrir að meðalgildi blóðfrumnahlutfalls lækki eftir blóðtöku héldust þau yfir viðmiði um blóðleysi.

Þetta kemur fram í skýrslu um áhrif vikulegrar blóðsöfnunar á blóðhag hjá hryssum sem Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum vann að beiðni matvælaráðuneytisins. Verkefnisstjóri var Charlotta Oddsdóttir dýralæknir en aðrir höfundar skýrslunnar voru þær Erla Sturludóttir og Hanna Kristrún Jónsdóttir.

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum var síðsumars árið 2022 falið að rannsaka hver áhrif fimm lítra blóðsöfnunar vikulega í allt að átta skipti væru á blóðhag fylfullra hryssna. Rannsóknin sneri að langtímaáhrifum, þ.e. hversu vel hryssurnar geta bætt upp vikulega blóðtöku, meðal annars með mótvægisviðbrögðum líkamans. Tvö blóðtökustóð voru til rannsóknar á tólf vikna tímabili, annað á Norðurlandi og hitt á Suðurlandi – alls 199 hryssur. Tekin voru vikuleg blóðsýni úr hverri hryssu sem sætti blóðtöku. Mæld voru gildi sem gefa mynd af járnbúskap, blóðmyndun og blóðfrumusamsetningu.

Samanburðarhópur fylfullra hryssna sem ekki voru í blóðsöfnun var hafður til hliðsjónar.

Í heildina voru tekin 1.440 blóðsýni. Af 160 hryssum sem voru með í tölfræðigreiningunni greindust 7,5%, eða tólf hryssur, með miðlungs blóðleysi í eitt skipti og 0,6%, ein hryssa, með greinilegt blóðleysi.

Niðurstöðurnar sýndu greinilegan mun milli stóðanna þar sem engin hryssa greindist með mæligildi sem bentu til blóðleysis á Norðurlandi en þrettán hryssur mældust með miðlungs til greinanlegt blóðleysi á Suðurlandi einu sinni. Aðeins ein hryssa sýndi merki þess að halda ekki í við blóðtap.

Hryssurnar á Norðurlandi voru skilvirkari í viðbrögðum sínum og tókst að hækka tiltekin meðalgildi fljótar en hryssurnar á Suðurlandi. Í skýrslunni segir að sterklega komi til greina að skýringin liggi í mun á styrk og hlutfalli snefilefna og gagnlegt væri að kanna hvort hægt væri að vinna markvisst með snefilefnagjöf að því að hryssur geti brugðist vel við blóðtapi. „Blóðhagsmælingar í stóðinu á Norðurlandi sýndu í það minnsta að það er ekki sjálfgefið að hryssur fari almennt niður fyrir mörk blóðleysis við endurtekna blóðsöfnun,“ segir.
m.a. í skýrslunni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...