Efla þarf matvælaframleiðslu á Íslandi
Búnaðarsamband Eyjafjarðar leggur áherslu á nokkra þætti svo efla megi matvælaframleiðslu á Íslandi og til að bregðast við þeirri ógn sem stafar af óstöðugum heimi.
Í ályktun sem sambandið samþykkti á dögunum kemur fram að ein tillaga er að framlag í búvörusamningum verði hækkað, m.a. í fjárfestingastuðningi sem leiði til aukinnar sjálfbærni framleiðslunnar og betri nýtingar á búfjáráburði.
Þá vill sambandið að lagður verði sterkari grunnur undir innlenda fóðurframleiðslu með auknum möguleikum á kornþurrkun til eflingar kornræktar í héraðinu. Leitað verði leiða til minni notkunar á plasti við landbúnaðar- framleiðslu og að stutt verði við raforku- framleiðslu á bújörðum með smávirkjunum. Þá bendir sambandið á að sem mest af lífrænum úrgangi verði nýtt sem næring eða áburður við fóðurframleiðslu.