Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ragnhildur Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Matís.
Ragnhildur Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Matís.
Fréttir 16. maí 2018

Eftirlit með matvælasvindli bæði flókið og erfitt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ragnhildur Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Matís, hélt fyrirlestur á ráðstefnunni Strandbúnaður þar sem hún fjallaði um matvælasvindl og þá aðallega tengt sjávarafurðum og verslun með þær, en Matís er þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum er snúa að matvælasvindli.

FAO, alþjóðlega landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, var að senda frá sér skýrslu fyrir stuttu þar sem fjallað er um svindl í viðskiptum með sjávarafurðir.

Í þeirri skýrslu kemur meðal annars fram að eftirlit með matvælasvindli, og þá sérstaklega tengdum sjávarafurðum, sé mjög erfitt viðureignar vegna þess að svindlið sé svo margþætt og flókið. Ragnhildur nefnir að ekki sé til einhver ein alþjóðleg skilgreining sem nær yfir matarsvindl, því það eru til svo fjölmargar leiðir til að svindla, sem getur komið inn á svo marga ólíka þætti.

Flókið að ná utan um matvælasvindl

Ragnhildur segir eftirlitið flókið vegna þess að í flestum tilfellum er engin ein stofnun, eftirlitsaðili eða reglugerð sem nær utan um alla þá fjölmörgu þætti sem geta falist í matvælasvindli.

„Spurningin er því hvar ábyrgðin liggur og hver á að hafa eftirlitið á sinni könnu. Þetta er ekki bara vandamál hér á Íslandi, heldur er það sama upp á teningnum meira og minna um allan heim og því einnig erfitt að samþætta eftirlitið milli landa.

Alþjóðavæðing í viðskiptum með matvæli flækir einnig málið og eftir því sem flutningur á matvælum milli landa eykst, því fleiri tækifæri geta leynst til að svindla og erfiðara að halda utan um eftirlitið.“

Ógegnsæir flutningsferlar og takmarkaður rekjanleiki

„Ef horft er til sjávarafurða, kjöts og reyndar margs konar annarra matvæla sem eru alþjóðleg söluvara sem fara stundum margoft yfir landamæri áður en þau komast á áfangastað og á disk neytenda; þá er oft um að ræða langar, ógegnsæjar og flóknar virðiskeðjur. Rekjanleikakerfin eru gjarnan þannig að gögn flæða ekki nægilega vel milli hlekkja í keðjunni, auk þess sem þau byggja oft á pappírsgögnum sem auðvelt er að falsa. Auk þess getur afurðin skipt um form á leið sinni á disk neytandans, frá fisk í flak, og úr flaki í fiskifingur eða tilbúna rétti.

Sama gerist í kjötinu þar sem tugur lokaafurða geta komið frá sama sláturdýrinu. Það er því augljóst að erfitt getur verið að sannreyna uppruna eða innihaldið ef merkingar eru ekki fullnægjandi.“

Gríðarlegt svindl með ólífuolíu

„Ef við tökum ólífuolíu sem dæmi þá er hún meðal þeirra tíu matvæla í heiminum sem mest er svindlað með. Raunin er sú að þrátt fyrir að allar þær ólífur sem framleiddar eru í heiminum væru notaðar til að framleiða ólífuolíu mundu þær sennilega ekki duga til að framleiða alla þá ólífuolíu sem seld er um heim allan. Mjög algengt er að ólífuolía sé blönduð með repjuolíu eða öðrum sams konar ódýrari olíum í þessum tilgangi.

Sykur selt í stað hunangs

Svipaða sögu er að segja með hunang, ýmsar mjólkurvörur, ávaxtasafa, áfengi og lúxusvörur eins og truffluolíu og saffran. Í stað hunangs er þá til dæmis stundum verið að selja sykurblöndur með litar- og bragðefnum og svo logið til um bæði uppruna og hreinleika hunangsins, og mjög algengt er að truffluolía sé þynnt út með annars konar olíum,“ segir Ragnhildur Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá Matís.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...