Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26 talsins.
Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26 talsins.
Mynd / smh
Fréttir 1. nóvember 2023

Eftirspurn mun minni en framboð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Haldinn var tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk þann 1. nóvember. Í annað sinn í röð er á markaði mun minni eftirspurn en framboð.

Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða nam 1.048.500 lítrum, en heildarmagn greiðslumarks sem boðið var fram í sölutilboðum var 3.287.023 lítrar.

Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26. Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í gildi sé ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 389 krónur á lítrann. Við opnun tilboða hafi komið fram jafnvægisverðið 300 krónur á lítrann.

Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var 16, en fjöldi sölu- tilboða yfir jafnvægisverði var 17. Greiðslumark sem óskað var eftir var 1.600.500 lítrar. Heildarandvirði þess greiðslumarks sem viðskipti náðu til nam 314.550.000 krónum.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu og selja 70,4 prósent af sínu framboðna magni, en kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 31 og fá allt það magn sem sóst var eftir.
Í tilkynningunni kemur fram að sala greiðslumarks fari nú fram samkvæmt gildum tilboðum.

Matvælaráðuneytið muni senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...