Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26 talsins.
Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26 talsins.
Mynd / smh
Fréttir 1. nóvember 2023

Eftirspurn mun minni en framboð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Haldinn var tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk þann 1. nóvember. Í annað sinn í röð er á markaði mun minni eftirspurn en framboð.

Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða nam 1.048.500 lítrum, en heildarmagn greiðslumarks sem boðið var fram í sölutilboðum var 3.287.023 lítrar.

Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26. Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í gildi sé ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 389 krónur á lítrann. Við opnun tilboða hafi komið fram jafnvægisverðið 300 krónur á lítrann.

Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var 16, en fjöldi sölu- tilboða yfir jafnvægisverði var 17. Greiðslumark sem óskað var eftir var 1.600.500 lítrar. Heildarandvirði þess greiðslumarks sem viðskipti náðu til nam 314.550.000 krónum.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu og selja 70,4 prósent af sínu framboðna magni, en kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 31 og fá allt það magn sem sóst var eftir.
Í tilkynningunni kemur fram að sala greiðslumarks fari nú fram samkvæmt gildum tilboðum.

Matvælaráðuneytið muni senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...