Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Af hverju er skyndihjálparnámskeið ekki reglulega á fleiri vinnustöðum, hjá félagasamtökum og í skólum?
Af hverju er skyndihjálparnámskeið ekki reglulega á fleiri vinnustöðum, hjá félagasamtökum og í skólum?
Fréttir 30. janúar 2018

Ég læri fyrir þig og þú lærir fyrir mig

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það var ánægjuleg lesning um Erlu Björgu Ástvaldsdóttur á Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði sem kosin var manneskja ársins 2017 af lesendum Bæjarins besta á Ísafirði. 
 
Erla Björg hafði bjargað bónda sínum í byrjun sauðburðar síðastliðið vor þegar hann fékk hjartaáfall. Sú kunnátta sem kennd er á skyndihjálparnámskeiðum kom Erlu Björgu að miklu gagni (samkvæmt hennar orðum í viðtali við Bæjarins besta).
 
Alltaf þegar svona fréttir heyrast af nauðsyn þess að sem flestir fari á skyndihjálparnámskeið vakna spurningar um af hverju skyndihjálparnámskeið séu ekki á fleiri vinnustöðum, félagasamtökum og skólum. Sjálfur er ég í ferða- og útivistarfélagi þar sem árlega er haldið skyndihjálparnámskeið með einkunnarorðunum: Ég læri fyrir þig og þú fyrir mig.
 
Gramdist að sá sjúkrabíll sem næstur var kom ekki
 
Í samtalinu við Bæjarins besta sagði Erla Björg að henni hefði gramist að sá sjúkrabíll sem næst henni var kom ekki vegna þess að ekki var hægt að manna hann. Ég vil taka undir hennar orð og gremst mér líka og þetta er eitthvað sem má ekki klikka þegar mannslíf eru í húfi. Að búa í dreifbýli þar sem bið eftir sjúkrabíl getur verið yfir 30 mínútur þurfa þeir sem búa við svoleiðis aðstæður að huga vel að heilsu og áhættu með reglulegri læknisskoðun. Það er víðar en á Vestfjörðum að sjúkrabíllinn er of lengi á leiðinni á áfangastað. Sem dæmi þá er umferðarþungi svo mikill á Suðurlandi nokkra daga á sumrin þegar 2–3 skemmtiferðaskip eru í Reykjavíkurhöfn og megninu af farþegunum er ekið svokallaðan „Gullna hring“.
Á slíkum dögum þyrfti helst að vara fólk sem býr nálægt Gullfossi og Geysi við yfirvofandi umferð. Þá væru hjartaáföll og slys ábúenda í sveitunum með öllu bönnuð á þessum umferðarálagsdögum.
 
Verðlauna mætti oftar fólk eins og Erlu Björgu
 
Ég vil misnota aðstöðu mína sem pistlahöfundur hér og óska Erlu Björgu Ástvaldsdóttur á Neðra-Hjarðardal til hamingju með nafnbótina sem manneskja ársins á Vestfjörðum 2017, enda vel að titlinum komin. Of sjaldan er fólk sem hjálpar og gefur af sér verðlaunað nægilega samanber hjálparsveitir. Þegar verið er að horfa til baka og velja mann ársins þá finnst mér að þau sem gefa af sér til annarra ættu að fá verðlaunin. Samanber verðlaun Bæjarins besta sem fóru til Erlu Bjargar, konu sem gaf svo vel af sér að hún bjargaði mannslífi.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...