Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lífrænt vottuð egg eru um 15 prósent af heildarsölu eggja í verslunum Krónunnar.
Lífrænt vottuð egg eru um 15 prósent af heildarsölu eggja í verslunum Krónunnar.
Fréttir 2. desember 2016

Egg frá búrhænum ekki í boði

Höfundur: smh
Nýverið gaf Krónan það út að egg frá eggjabúum þar sem hænur eru aldar í búrum yrðu ekki í boði í verslunum Krónunnar frá og með 1. júní 2017.
 
Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að ástæðan fyrir þessari ákvörðun sé sú að Krónan hafi mótað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og hluti af henni snýr að dýravelferð. „Það liggur fyrir að það verður bannað að hafa varphænur í búrum og gefinn rúmur aðlögunartími að því. Við vildum einfaldlega taka afstöðu í þessu máli og vera á undan reglugerðunum,“ segir Sigurður.  
 
Búrhænuegg eru um 38 prósent allra eggja í Krónunni
 
„Við höfum selt egg frá fjórum framleiðendum; sumir eru eingöngu með lausagönguvarphænur, en aðrir eru með þetta blandað. 
 
Salan er nokkuð misjöfn milli verslana og í sumum verslunum fást eingöngu egg úr varphænum sem ekki eru í búrum. 
 
Sala á lífrænt vottuðum eggjum hefur tekið mikið stökk upp á við og er í sumum verslunum hjá okkur orðin 20 prósent af heildarmagni. Sölu­dreif­ingin hjá okkur er þannig, að 15 prósent eru lífrænt vottuð egg og um 47 prósent eru úr lausagöngu – saman­lagt um 62 prósent. Sala frá búr­­­hænu­eggjum er því um 38 prósent.
 
Eftir að hafa rætt þetta breytta fyrirkomulag við bændur, teljum við eðlilegt að gefa framleiðendum svolítinn aðlögunartíma og þess vegna er þessi góði fyrirvari tilkominn,“ segir Sigurður.
 
Búrin bönnuð eftir 31. desember 2021
 
Brigitte Brugger.
Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvæla­stofnun, segir að húsakosturinn á eggjabúum sé talsvert að breytast. „Það er víða unnið að því að taka ný hús í notkun fyrir lausagönguhænur,“ segir Brigitte en hefðbundin óinnréttuð búr verða bönnuð eftir 31. desember 2021. „Eggjabú eru 13 talsins og nokkur þeirra eru bæði með lausagönguhús og hús með búrum. Mér sýnist skipting vera þannig að um 64 prósenta hæna séu haldnar í hefðbundnum búrum og 35 prósent hæna vera í lausagönguhúsum – og hluti þeirra með aðgang að útisvæði,“ segir Brigitte. 
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...