Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason stefna á eggjaframleiðslu auk þess að reka stórt kúabú.
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason stefna á eggjaframleiðslu auk þess að reka stórt kúabú.
Fréttir 6. ágúst 2018

Eggjaframleiðsla hefst á Hranastöðum í byrjun næsta árs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við höfðum áhuga á því að takast á við eitthvað nýtt, nýjar áskoranir,“ segir Ásta Péturs­dóttir á Hranastöðum, en hún og eiginmaður hennar,  Arnar Árnason, bóndi og formaður Landssambands kúabænda, hafa látið hendur standa fram úr ermum undanfarið. Við Hranastaði eru að rísa tvö ný hús og með haustinu hefjast þau handa við eggjaframleiðslu. Þann búskap munu þau reka samhliða kúabúi sínu.
 
Fer að mörgu leyti vel saman
 
Ásta segir að þau hafi velt vöngum og rætt sín á milli um margar hugmyndir að einhverju nýju. „Það var ýmislegt sem við mátuðum við okkur á þeim tveimur, þremur árum sem við gengum með þessa hugmynd í kollinum. Niðurstaðan var sú að fá okkur varphænur og hefja eggjaframleiðslu,“ segir hún. „Við byrjuðum á því að viða að okkur þekkingu, afla okkur upplýsinga um allt sem þessum búskap viðkemur.“ Eggjaframleiðsla henti vel með núverandi kúabúskap, m.a. verði hægt að nýta skítinn til áburðar og þá eigi þau landið, vélar og nægt rými sé til staðar þar fyrir viðbótarbyggingar. „Þetta tvennt fer að mörgu leyti vel saman,“ segir hún. Og bætir við að þau Arnar séu ekki ókunnug hænum, hann hafi alist upp með fiðurfénaði í sinni barnæsku og þau hafi ævinlega haldið nokkrar hænur á Hranastöðum, sér til gamans, og nýtt eggin til heimabrúks.
 
Von á fyrstu ungunum í haust
 
Tvö hús eru nú að rísa að Hranastöðum, 200 fermetra hús fyrir ungauppeldi og annað stærra, 900 fermetrar í allt, og mun það hýsa tvær aðskildar varpdeildir, pökkunaraðstöðu, kæli og starfsmannaaðstöðu. Grunnur var tekinn í vor, en í liðinni viku var steypuvinnu við húsin lokið. Einingum sem mynda húsið sjálft verður svo raðað saman á næstu dögum og stefnt að því að ljúka verkinu í ágúst. Næsta skref er þá að setja upp innréttingar, en fuglarnir munu flögra frjálsir um rýmið svo sem gert er ráð fyrir í nýrri aðbúnaðarreglugerð um velferð dýra. „Við leggjum mikla áherslu á að aðbúnaður fuglanna sé sem allra bestur og samræmist öllum nútímakröfum, þær eiga svo sannarlega að hafa það gott hjá okkur. Við trúum því að það muni alltaf skila sér að vanda vel til verka og það er réttur neytandans að geta með öruggum hætti gengið að vöru sem framleidd er við bestu aðstæður. Þannig viljum við hafa það hjá okkur,“ segir Ásta
 
Gert er ráð fyrir að ungarnir komi í haust, um mánaðamótin september-október, og hefja þeir varp um 20 vikna gamlir þannig að von er á fyrstu eggjunum frá Hranastaðabúinu á nýju ári, eða þegar kemur fram í febrúarmánuð. Þau Ásta og Arnar áætla að halda ríflega 7.000 varphænur, 3.600 í hvorum hluta hússins.
 
Að mörgu þarf að hyggja
 
„Það er vissulega krefjandi að takast á við verkefni af þessu tagi, að byrja á einhverju nýju alveg frá grunni og að mörgu þarf að hyggja, ekki bara hönnun húsanna og aðbúnaði manna og dýra. Við höfum mikið velt fyrir okkur umbúðum og markaðsmálum en það skiptir miklu að koma vörunni frá sér á góðan hátt, við viljum að umbúðirnar séu fallegar og umhverfisvænar. Þá þarf líka að ná samningum við ábyrga og metnaðarfulla aðila sem leggja sig fram um að selja góðar vörur. Við erum að vinna í þessu öllu samhliða því að reisa húsin, svo það er mikið um að vera, en þetta er fjölbreytt og skemmtilegt og gaman að takast á við þetta nýja verkefni. Það er öllum hollt og nauðsynlegt að takast á við eitthvað nýtt í lífinu af og til, svo lengi lærir sem lifir eins og þar stendur,“ segir Ásta. 

10 myndir:

Skylt efni: Hranastaðir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...