Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Fréttir 17. september 2019

Einangra þurrkaþolið gen í byggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir fimm ára rannsóknir hefur vísindamönnum við Heriot-Watt háskóla í Edinborg tekist að einangra gen í byggi sem eykur þurrkaþol plöntunnar. Skoskir viskíframleiðendur eru hæstánægðir með niðurstöður rannsóknanna.

Fundur gensins eykur líkur á að með hjálp erfðatækni verði hægt að kynbæta byggplöntur til að þola betur þurrka og auka þannig framboð á matvælum í kjölfar hlýnunar jarðar.

Eftir fimm ára rannsóknir hefur tekist að greina genið sem veldur því hversu þurrkþolnar byggplöntur eru.

Genið sem kallast HvMYB1 er eitt af 39 þúsund genum í byggplöntunni og leit að einu sérhæfðu geni eins og að leita að nál í heystakki. Rannsóknir sýna að plöntur þar sem genið eða virkni þess er áberandi eru þolnari fyrir þurrki en annað bygg. Niðurstöður rannsóknanna voru birtar í Journal of Plant Physiology and Biochemistry.

Þeir sem að rannsóknunum standa eru bjartsýnir á að fundur gensins geti haft mikil og jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í framtíðinni þar sem hlýnun jarðar veldur síauknum þurrkum og samdrætti í uppskeru á svæðum þar sem bygg er ræktað í stórum stíl.

Talsmaður viskíframleiðenda í Skotlandi sagði að niðurstöður rannsóknanna væri mikið fagnaðarefni þar sem um 90% af öllu byggi sem notað væri til viskíframleiðslu í Skotlandi kæmi frá svæðum sem þegar væru farin að kenna á auknum þurrkum hlýnunar jarðar. 

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...