Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Fréttir 17. september 2019

Einangra þurrkaþolið gen í byggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir fimm ára rannsóknir hefur vísindamönnum við Heriot-Watt háskóla í Edinborg tekist að einangra gen í byggi sem eykur þurrkaþol plöntunnar. Skoskir viskíframleiðendur eru hæstánægðir með niðurstöður rannsóknanna.

Fundur gensins eykur líkur á að með hjálp erfðatækni verði hægt að kynbæta byggplöntur til að þola betur þurrka og auka þannig framboð á matvælum í kjölfar hlýnunar jarðar.

Eftir fimm ára rannsóknir hefur tekist að greina genið sem veldur því hversu þurrkþolnar byggplöntur eru.

Genið sem kallast HvMYB1 er eitt af 39 þúsund genum í byggplöntunni og leit að einu sérhæfðu geni eins og að leita að nál í heystakki. Rannsóknir sýna að plöntur þar sem genið eða virkni þess er áberandi eru þolnari fyrir þurrki en annað bygg. Niðurstöður rannsóknanna voru birtar í Journal of Plant Physiology and Biochemistry.

Þeir sem að rannsóknunum standa eru bjartsýnir á að fundur gensins geti haft mikil og jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í framtíðinni þar sem hlýnun jarðar veldur síauknum þurrkum og samdrætti í uppskeru á svæðum þar sem bygg er ræktað í stórum stíl.

Talsmaður viskíframleiðenda í Skotlandi sagði að niðurstöður rannsóknanna væri mikið fagnaðarefni þar sem um 90% af öllu byggi sem notað væri til viskíframleiðslu í Skotlandi kæmi frá svæðum sem þegar væru farin að kenna á auknum þurrkum hlýnunar jarðar. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...