Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Fréttir 17. september 2019

Einangra þurrkaþolið gen í byggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir fimm ára rannsóknir hefur vísindamönnum við Heriot-Watt háskóla í Edinborg tekist að einangra gen í byggi sem eykur þurrkaþol plöntunnar. Skoskir viskíframleiðendur eru hæstánægðir með niðurstöður rannsóknanna.

Fundur gensins eykur líkur á að með hjálp erfðatækni verði hægt að kynbæta byggplöntur til að þola betur þurrka og auka þannig framboð á matvælum í kjölfar hlýnunar jarðar.

Eftir fimm ára rannsóknir hefur tekist að greina genið sem veldur því hversu þurrkþolnar byggplöntur eru.

Genið sem kallast HvMYB1 er eitt af 39 þúsund genum í byggplöntunni og leit að einu sérhæfðu geni eins og að leita að nál í heystakki. Rannsóknir sýna að plöntur þar sem genið eða virkni þess er áberandi eru þolnari fyrir þurrki en annað bygg. Niðurstöður rannsóknanna voru birtar í Journal of Plant Physiology and Biochemistry.

Þeir sem að rannsóknunum standa eru bjartsýnir á að fundur gensins geti haft mikil og jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í framtíðinni þar sem hlýnun jarðar veldur síauknum þurrkum og samdrætti í uppskeru á svæðum þar sem bygg er ræktað í stórum stíl.

Talsmaður viskíframleiðenda í Skotlandi sagði að niðurstöður rannsóknanna væri mikið fagnaðarefni þar sem um 90% af öllu byggi sem notað væri til viskíframleiðslu í Skotlandi kæmi frá svæðum sem þegar væru farin að kenna á auknum þurrkum hlýnunar jarðar. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...