Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti rís við bæinn Selás í Landsveit.
Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti rís við bæinn Selás í Landsveit.
Fréttir 8. desember 2017

Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti í Landsveit

Höfundur: smh
Á bænum Selási í Landsveit eru hafnar framkvæmdir við byggingu nýrrar einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti. 
 
Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglumaður, verður eigandi og rekstraraðili stöðvarinnar, sem vonast er til að verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs. „Það verður pláss fyrir sextán hunda og þrjá ketti í hverju holli. Eins og staðan er í dag er einungis ein önnur einangrunarstöð fyrir hunda og ketti í landinu og er hún staðsett í Höfnum. Þar er margra mánaða biðlisti í einangrun,“ segir Jóhanna. Boðið verður upp á þjálfun fyrir hundana meðan á dvöl stendur, sem eru 28 dagar. Markmiðið er, að sögn Jóhönnu, að öllum hundum, sem dvelji í einangrunarstöðinni, líði eins og best verður á kosið á einangrunartímanum og fái allt sem hundur þarf til að lifa eðlilegu lífi. Þeir fái andlega örvun, samskipti við fólk og hreyfingu. 
 
Jóhanna Magnúsdóttir ræktar hunda af tegundinni Australian catlle dog.
 
Áhyggjur bænda óþarfar
 
Jóhanna leggur áherslu á að nágrannar hennar þurfi ekki að hafa áhyggjur af einangrunarstöðinni. „Fólk hefur viðrað áhyggjur varðandi það að flytja inn lifandi skepnur, en þær áhyggjur eru óþarfar. Farið var í vinnu með Matvælastofnun frá fyrsta degi um staðsetningu og rekstrarform stöðvarinnar og engar athugasemdir gerðar við það. Mjög strangar kröfur eru um rannsóknir og bólusetningar áður en dýrin fá leyfi til að koma til landsins,“ segir Jóhanna sem sjálf er með frístundabúskap; nokkrar kindur og reiðhross.
 
„Lög og reglugerðir eru afskaplega strangar hvað viðkemur innflutningi og er einangrunarstöð hugsuð sem varnagli ofan á annars strangar kröfur. Þegar dýrin koma til landsins eru þau fyrst skoðuð áður en þau yfirgefa flugvöllinn sjálfan og ef grunur er um smit fær dýrið ekki inngöngu í landið. Ítarlegar rannsóknir eru svo gerðar meðan á dvöl stendur. Horft var til einangrunarstöðvar nautgripa í Flóanum við hönnun og skipulagningu stöðvarinnar og eru kröfurnar ekki síðri en gerðar eru í þeirri stöð. Ásamt því verður dýralæknir starfandi sem hefur yfirumsjón með stöðinni. Hann sér um verkferla sóttvarna, sótthreinsun, og getur meðhöndlað dýr meðan á dvöl stendur.
 
En rekstrarleyfið sem við fengum hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að fenginni umsögn frá Matvælastofnun var langt og strangt ferli og miklar kröfur gerðar vegna sérstöðu landsins hvað varðar lifandi skepnur,“ segir Jóhanna.  
 
Þjálfar hunda fyrir einhverfa
 
Jóhanna er sem fyrr segir starfandi lögreglumaður en einnig menntaður hundaþjálfari.  „Þetta er því framhald við það sem ég lærði erlendis, en ég tók diplómu í hundaþjálfun frá skóla í Austin, Texas og útskrifaðist sem „canine trainer and behavior specialist“. Ásamt því að starfa við löggæslu og hundaþjálfun kennir Jóhanna. Ég kenni bæði í einkatímum og á námskeiðum – og hef einnig verið að þjálfa hunda í þjónustu. Nýjasta verkefnið er þjálfun á hundum fyrir einhverfa. Ég er einnig að rækta hunda af tegundinni australian cattle dog sem ætlaðir eru fyrir þjónustuhundahlutverk, ásamt því að vera liðtækir smala- og rekstrarhundar,“ segir Jóhanna.
 
Starfsleyfi veitt að uppfylltum kröfum
 
Kristín Silja Guðlaugsdóttir er dýralæknir inn- og útflutnings­eftirlits hjá Matvæla­stofnun (MAST). „MAST er aðeins umsagnaraðili í þessu máli. Í lok ágúst síðastliðinn skilaði MAST inn umsögn til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna fyrirhugaðrar starfrækslu einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti í Landsveit. MAST bar í umsögninni saman gögn frá umsækjanda og þær kröfur sem gerðar eru til einangrunarstöðva í reglugerð um einangrunarstöðvar og sóttkvíar fyrir gæludýr og reglugerð um velferð gæludýra. Niðurstaða umsagnar MAST var að veita umsækjanda leyfi til að starfrækja einangrunarstöð að uppfylltum öllum kröfum ofangreindra reglugerða ásamt kröfum sem birtast í athugasemdum MAST.  Endanlegt framkvæmdaleyfi kom frá ANR,“ segir Kristín Silja. 
 

Skylt efni: einangrunarstöð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...