Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Mynd / Hildur Stefánsdóttir.
Fréttir 15. desember 2015

Eitt elsta fjárræktarfélag landsins með þrefaldan sigur

Höfundur: HS / HKr.
Á hrútasýningunni sem haldin var 23. október á Hagalandi í Þistilfirði voru dæmdir 30 vetur­gamlir hrútar. Þar landaði eitt elsta fjárræktarbú landsins, á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þreföldum sigri.
 
Bændablaðið greindi frá þessum viðburði í 21. tölublaði, í umfjöllun um fallegasta forystuhrútinn, en minna var þar getið annarra merkilegra viðburða á sýningunni. Þá var myndahöfundar ranglega getið í þeirri frétt. Myndirnar tók Hildur Stefánsdóttir, sem er verk­efnisstjóri Þórshafnardeildar Framhaldsskólans á Laugum, og er hún beðin velvirðingar á þeim mistökum. Til að gefa ögn nánari sýn á þessa merkilegu samkomu sendi Hildur okkur nokkrar myndir til viðbótar frá sýningunni ásamt upplýsingum.
Þrír verðlaunahrútar frá einu elsta fjárræktarfélagi landsins
 
Af þeim 30 veturgömlu hrútum sem þar voru dæmdir stóðu þrír hrútar frá Gunnarsstöðum efstir. Fremstur þar á meðal jafningja var Skrúður 14-055 sem er undan Prúð 11-896 frá Ytri-Skógum, annar var Tígull 14-058 undan Fjarka 10-150 og þriðji var Mói 14-054 undan Þúfa 10-048. Eigendur og ræktendur þessara hrúta eru Gunnarsstaðir sf. Þess má geta að Fjárræktarfélagið Þistill er elsta starfandi fjárræktarfélag landsins, en það var stofnað 1940.
 
Fallegasti forystu­hrúturinn verðlaunaður í fyrsta sinn
 
Fræðasetur um forystufé gaf verðlaun fyrir „Fallegasta forystuhrút Þistilfjarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um slíkan titil hérlendis að við teljum. Sigurvegarinn þar var Hrókur frá Svalbarði sem er undan Flórgoða frá Hafrafellstungu og Forystu-Botnu frá Ytra-Álandi. Ég lét einnig fylgja með mynd af Fjólu Runólfsdóttur við hlið forystuhrútanna Sigga og Strumps.

7 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...