Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eitt hundraðasta tölublað
Fréttir 7. maí 2020

Eitt hundraðasta tölublað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjufélag Íslands er eitt af allra elstu félögum landsins, stofnað árið 1885. Frá 1895 hefur félagið gefið út Garðyrkjuritið með hléum. Fyrir stuttu kom út 100. árgangur þessa merka rits.

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri ritsins, segir að í tilefni 100 ára útgáfusögu Garðyrkjuritsins hafi hún flett í gömlum árgöngum og það hafi vissulega komið henni á óvart hversu klassískt efnið í gömlu blöðunum er. „Efni blaðsins að þessu sinni er ekki síður fjölbreytt og fróðlegt og það ætti að höfða til bæði áhuga- og fagfólks í garðyrkju og ræktun.“

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri Garðyrkjuritsins.

Meðal efnis að þessu sinni er ávarp Bjarkar ritstjóra  og Ómars Valdimarssonar, formanns félagsins. Meðal höfunda að þessu sinni eru Tómas Atli Ponzi, sem segir frá tilraunum með ný tómataafbrigði, Jóhann Pálsson, Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um rósir auk þess sem Hafsteinn Hafliðason segir frá rósinni 'Harison´s Yellow', Kálfafellsrófunni og fjölskyldunni á Kálfafelli. Kristján Friðbertsson, sem er bráðskemmtilegur penni, rekur ævintýri rifsþélunar og segir sögu fingurbjargablóma.

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...