Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eitt hundraðasta tölublað
Fréttir 7. maí 2020

Eitt hundraðasta tölublað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjufélag Íslands er eitt af allra elstu félögum landsins, stofnað árið 1885. Frá 1895 hefur félagið gefið út Garðyrkjuritið með hléum. Fyrir stuttu kom út 100. árgangur þessa merka rits.

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri ritsins, segir að í tilefni 100 ára útgáfusögu Garðyrkjuritsins hafi hún flett í gömlum árgöngum og það hafi vissulega komið henni á óvart hversu klassískt efnið í gömlu blöðunum er. „Efni blaðsins að þessu sinni er ekki síður fjölbreytt og fróðlegt og það ætti að höfða til bæði áhuga- og fagfólks í garðyrkju og ræktun.“

Björk Þorleifsdóttir, ritstjóri Garðyrkjuritsins.

Meðal efnis að þessu sinni er ávarp Bjarkar ritstjóra  og Ómars Valdimarssonar, formanns félagsins. Meðal höfunda að þessu sinni eru Tómas Atli Ponzi, sem segir frá tilraunum með ný tómataafbrigði, Jóhann Pálsson, Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um rósir auk þess sem Hafsteinn Hafliðason segir frá rósinni 'Harison´s Yellow', Kálfafellsrófunni og fjölskyldunni á Kálfafelli. Kristján Friðbertsson, sem er bráðskemmtilegur penni, rekur ævintýri rifsþélunar og segir sögu fingurbjargablóma.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...