Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum
Mynd / VH
Fréttir 5. október 2020

Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa ríflega 350 fílar fundist dauðir í Afríku­ríkinu Bótsvana. Framan af var ekki vitað hver ástæðan var en nú er talið að eiturmyndandi bakteríur sem lifa í vatnsbólum fílanna sé ástæðan.

Svæðið sem fílarnir fundust á kallast Okavango og í fyrstu var talið að dýrin hefðu smitast af vírus sem þekktur er í nagdýrum á svæðinu. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til að orsökina sé að finna hjá eiturmyndandi bakteríum sem hafi fjölgað hratt í vatnsbólum fílanna.

Um 70% fílanna sem drápust fundust í nágrenni við vatnsból. Ekki er enn vitað af hverju einungis fílar sem sóttu vatnsból á svæðinu drápust og af hverju dauði þeirra er bundinn við eitt svæði. Ein tilgáta er að fílar drekki mikið af vatni í einu og að þeir eyði miklum tíma í vatni til að baða sig.

Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda í landinu verða í framtíðinni gerðar mælingar á magni baktería í vatnsbólum sem fílar sækja og reynt að koma í veg fyrir frekari dauða þeirra.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.