Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Vopnafjörður. Sláturfélag Vopnfirðinga hættir rekstri en forsvarmenn félagsins vonast til að unnt verði að gera upp allar skuldir með sölu eigna. Að því búnu verði félaginu slitið.
Vopnafjörður. Sláturfélag Vopnfirðinga hættir rekstri en forsvarmenn félagsins vonast til að unnt verði að gera upp allar skuldir með sölu eigna. Að því búnu verði félaginu slitið.
Mynd / sá
Fréttir 11. mars 2024

Ekkert sláturhús á ríflega helft landsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga hættir rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík.

„Rekstraraðstæður Sláturfélags Vopnfirðinga hf. gera það að verkum að félagið er ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin,“ segir Skúli Þórðarson, framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopfirðinga. „Því óskaði stjórnin eftir heimild til að hætta slátrun og selja eignir félagsins, og í framhaldi af því, slíta félaginu þegar allt hefur verið gert upp. Það var svo samþykkt á hluthafafundi, mótatkvæðalaust, 22. febrúar sl. þar sem mætt voru 87% hluthafa Sláturfélags Vopnfirðinga hf.,“ segir hann.

Hluthafar voru um 64 talsins. Heimamenn, þ.e. Vopnafjarðarhreppur, Búnaðarfélag Vopnafjarðar og bændur, hafa átt meirihluta hlutabréfa en kaupandi afurða félagsins, Kjarnafæði Norðlenska, um 35% hlutafjár.

Veruleg áhrif

Aðspurður um áhrif lokunarinnar á samfélagið og bændur á austurhluta landsins segir Skúli að við hana muni fjögur heilsársstörf hverfa, og umreiknuð öll störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga séu u.þ.b. 10 ársstörf.

„Þetta mun augljóslega hafa talsverð áhrif í litlu sveitarfélagi, með minnkandi útsvarstekjum sveitarfélagsins og minnkandi afleiddri veltu. Til viðbótar hefur innspýting af 30–40 manns í september og október, í sauðfjársláturtíð, haft jákvæð áhrif á samfélagið á Vopnafirði. Því verður ekki neitað að fyrir íbúa staðarins verður vissulega erfiðara að nálgast kjöt á hagstæðu verði, þar sem við höfum selt kjöt beint til neytenda á svæðinu, í Kauptún og jafnvel í togarana,“ segir hann.

Langt að fara með sláturfé

Skúli segir þjónustu við bændur nú verða lengra í burtu og flutningur á fé um 150–250 km lengri, eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Gert sé ráð fyrir að gera upp við alla innleggjendur fyrir septemberlok, í síðasta lagi, hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga. Reiknað sé með að bændur komist þokkalega að hjá öðrum sláturhúsum.

Ekkert starfandi sláturhús er nú frá Selfossi í suðvestri norður á Húsavík og þurfa bændur því eftirleiðis að leita þangað eða lengra með slátrun.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...